Fréttir




Hæfnirammi fyrir þátttöku og valdeflingu NEETs: Kynning á þjálfunarnámskrám

21/11/2022

Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEETs (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun). Við framkvæmd SPECIAL Project Result 2  kortlögðu samstarfsaðilar þær þarfir og áskoranir sem koma í veg fyrir að NEET (ungt fólk án atvinnu og menntunar) geti sigrast á einangrun/jaðarsetningu í heimi menntunar og/eða vinnumarkaðar. Um fjölþjóðlegt samstarf er að ræða og eru þátttökulöndin Ísland, Spánn, Ítalía, Rúmenía og Svíþjóð en einnig var lögð fram almenn kortlagning um meðaltal í Evrópu allri. Svo virðist sem helstu áskoranir ungs fólks snúi að atvinnutækifærum og áreiðanlegum störfum á vinnumarkaði til lengri tíma. Þessi þróun er enn áþreifanlegri innan dreifbýlis, afskekktra og einangraðra svæða, þar sem skortur er á þeim tækifærum sem þéttbýlisstaðir og miðstýrð svæði geta boðið. Samstarfsaðilarnir vinna nú að því að því að þróa þjálfunarnámskrá sem byggir á greiningu þeirra á færnibili NEETs. Námsefni og önnur gögn verða í samræmi við þjálfunarsvið og tengd undirhæfni tveggja evrópskra hæfniramma; EntreComp sem snýr að frumkvöðlafærni og LifeComp sem snýr að persónulegri og félagslegri færni. Miðað við okkar greiningu virðast nokkur áhugasvið samræmast færnibilinu sem um ræðir: Tækifæri til að koma auga á  Þekkja og grípa tækifæri til að skapa verðmæti með því að kanna félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt landslag  Greina þarfir og áskoranir sem þarf að mæta  Koma á nýjum tengingum og koma saman dreifðum þáttum til að skapa tækifæri og þannig verðmæti  Mat á hugmynd  Þekkja hvaða gildi eru í félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu tilliti  Greina möguleikana sem hugmynd hefur til að skapa verðmæti og finna viðeigandi leiðir til að nýta sem best  Sjálfsvitund og sjálfstraust  Greina þarfir, vonir og óskir til skamms, meðallangs og langs tíma  Þekkja og meta styrkleika og veikleika þína og hópsins þíns Trú á eigin getu til að hafa áhrif á atburðarásina, þrátt fyrir óvissu, áföll og tímabundin mistök  Hvatning og þrautseigja  Að vera staðfastur í breyta hugmyndum í framkvæmd og ná árangri  Þolinmæði og staðfesta í að reyna að ná langtímamarkmiðum, einstaklingar eða hópar  Vera þrautseig undir álagi, mótlæti og mistök  Að taka frumkvæði  Setja af stað ferli sem skapa verðmæti Taka áskorunum  Starfa og vinna sjálfstætt að því að ná markmiðum, halda sig við fyrirætlanir og framkvæma fyrirhuguð verkefni  Áætlanagerð og stjórnun  Setja sér  langtíma-, meðal- og skammtímamarkmið  Skilgreina forgangsröðun og aðgerðaáætlanir  Laga sig að ófyrirséðum breytingum  Vinna með öðrum  Vinna saman og vinna með öðrum að því að þróa hugmyndir og koma þeim í verk  Mynda tengslanet  Leysa flækjur og horfast í augu við samkeppni á jákvæðan hátt þegar þörf krefur  Að læra með reynslu  Nota frumkvæði til verðmætasköpunar sem námstækifæri  Læra með öðrum, þar á meðal jafnöldrum og leiðbeinendum   Velta fyrir sér og að læra af bæði árangri og mistökum (þínum eigin og annarra)  Efnið verður aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins: https://projectspecial.eu/ 

Meira

Fjölþjóðlegt mat á NEET í ESB: Niðurstöður úr fyrsta hluta SPECIAL verkefnisins

01/11/2022

NEET (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) er sundurleitur hópur sem stendur frammi fyrir ákveðnum hindrunum á vinnumarkaði. Takmörkuð starfsreynsla og aðlögunarhæfni eru dæmi um þær hindranir sem ungt fólk mætir á vinnumarkaði.  Annað aðkallandi vandamál sem blasir við ungu fólki í Evrópu í dag, er skortur á atvinnutækifærum fyrir fólk án menntunar. Þetta vísar til þess að sumar lægstu stöður í stofnunum krefjast menntunar þó svo það komi starfinu sjálfu ekki við. Þetta getur verið vandamál fyrir ungt fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ekki haft tækifæri til náms.  Sumir ungir einstaklingar hafa einfaldlega ekki burði til að fjármagna nám, búa í dreifbýli eða afskekktum svæðum, búa við fatlanir eða hafa af einhverjum öðrum ástæðum takmarkaðan aðgang að góðri formlegri eða óformlegri menntun. Þessir einstaklingar eru líklegri til að fá ekki störf eða sjá ekki fram á framtíðartekjur við hæfi.  Að auki getur skortur á upplýsingum um tækifæri sem standa ungu fólki til boða verið vandamál. Þá geta aðstæður í æsku eða á heimili verið letjandi fyrir ungt fólk sem skortir hvata og sjálfstraust til að takast á við aðstæður utan heimilisins, svo sem í námi, atvinnu eða félagsstarfi. Dvínandi innri hvati er vandamál sem margt ungt fólk stendur frammi fyrir.  Enn fremur hætta sumir einstaklingar að leita vinnu vegna langrar atvinnuleitar og/eða fjölda hafnana. Samfélagið fer því á mis við þeirra framlag og óþekkta möguleika.  Í  efnahagskreppunni 2008-2013 fjölgaði fólki í NEET hópnum, sem og með tilkomu COVID-19 heimsfaraldursins, sem leiddi til hækkunar NEET í 15.2% árið 2020 samanborið við 14% árið 2019. Dæmi um áhrifaþætti sem leiða til þess að hátt hlutfall ungs fólks er ekki í vinnu, námi eða þjálfun er: Skertur aðgangur að námi, t.d. af fjárhagslegum ástæðum  Búseta í dreifbýli eða afskekktum svæðum Umönnun fjölskyldumeðlima (þetta á sérstaklega við um konur) Áföll í æsku eða heimilisaðstæður Veikindi eða fötlun Uppgjöf vegna langrar atvinnuleitar og fjölda hafnana Á grundvelli alls framangreinds miðar SPECIAL verkefnið að því að þróa ný menntunar- og kennslutæki sem fagfólk á sviði menntunar og þjálfunar hefur yfir að ráða, til að virkja ungt fólk, styðja við og viðhalda (endur)aðlögun þess á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt. SPECIAL er alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af Erasmus+ áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Niðurstöður kortlagningar samstarfsaðila SPECIAL verkefnisins eru nú aðgengilegar, á fjölmörgum tungumálum, á vef  verkefnisins: https://projectspecial.eu/

Meira

Vefsíðu SPECIAL ýtt úr vör!

09/02/2022

Við kynnum með stolti nýja vefsíðu SPECIAL verkefnisins: www.projectspecial.eu. Á síðunni verða allar helstu upplýsingar um verkefnið, framkvæmd þess, markmið og forsendur, auk upplýsinga um þá samstarfsaðila sem taka þátt. Þar verður einnig svæði fyrir allar niðurstöður verkefnisins, þar á meðal þjálfunarefni og leiðbeiningar sem verða aðgengilegar almenningi. SPECIAL er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar. Að verkefninu standa 7 samstarfsaðilar frá 6 Evrópulöndum; Íslandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð. SPECIAL miðar að því að styrkja lífsleikni og „mjúka færni“ (soft skills) hjá ungu fólki sem er ekki í námi eða þjálfun og er án atvinnu (NEET). Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði, en verkefnið á sérstaklega vel við núna vegna þeirra áhrifa sem Covid19 hefur haft á samfélagið. Í þessum tilgangi munu samstarfsaðilarnir þróa sérsniðið þjálfunarefni og leiðbeiningar fyrir starfsþróun/starfshæfni/sjálfstyrkingu markhópsins.

Meira

Þekkingarnet Þingeyinga fær styrk til að vinna verkefnið SPECIAL- Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning

11/11/2021

Þekkingarnet Þingeyinga, ásamt sjö samstarfsaðilum frá sex Evrópulöndum, funduðu á ZOOM á upphafsfundi í nýju Erasmus+ verkefni sem kallast SPECIAL í daglegu tali en það stendur fyrir Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning.
SPECIAL er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar.

SPECIAL miðar að því að styrkja lífsleikni og „mjúka færni“ (soft skills) hjá ungu fólki sem er ekki í námi eða þjálfun og er án atvinnu (NEET). Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði, en verkefnið á sérstaklega vel við núna vegna þeirra áhrifa sem Covid19 hefur haft á samfélagið.

Í SPECIAL munu samstarfsaðilarnir þróa og prufukeyra þjálfunaráætlanir en markmiðið er að þær séu sveigjanlegar og sniðnar að þörfum markhópsins.

Á þessum fyrsta fundi gafst samstarfsaðilunum tækifæri til að kynnast og ræða verkefnið sem er framundan. Mest áhersla var lögð á að ræða uppbyggingu og hönnun vefumhverfisins sem mun hýsa allt efni verkefnisins. Síðan voru línurnar lagðar fyrir annan verkhluta sem er þverþjóðlegt þarfamat þar sem samstarfsaðilar munu kortleggja þarfir markhópsins, NEETs, eftir C19 faraldurinn út frá EntreComp og LifeComp sem eru hæfniviðmið um frumkvöðlahæfni annars vegar og lífsleikni hins vegar.

Á upphafsfundinum gafst einnig tækifæri fyrir samstarfsaðilana til að koma sér saman um merki (logo) verkefnisins og veflénið sem eru fyrstu skrefin til að auka sýnileika verkefnisins.

Þekkingarnet Þingeyinga fer með verkefnastjórn í þessu verkefni og kemur hugmyndin út frá vinnu við opnun FabLab Húsavík og þau tækifæri sem skapast þar.

Meira






SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


2021-1-IS01-KA220-VET-000027983