Til baka    
Þekkingarnet Þingeyinga fær styrk til að vinna verkefnið SPECIAL- Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning

Þekkingarnet Þingeyinga fær styrk til að vinna verkefnið SPECIAL- Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning


Fyrsti fundur á ZOOM 11.11. 2021

Þekkingarnet Þingeyinga, ásamt sjö samstarfsaðilum frá sex Evrópulöndum, funduðu á ZOOM á upphafsfundi í nýju Erasmus+ verkefni sem kallast SPECIAL í daglegu tali en það stendur fyrir Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning.
SPECIAL er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar.

SPECIAL miðar að því að styrkja lífsleikni og „mjúka færni“ (soft skills) hjá ungu fólki sem er ekki í námi eða þjálfun og er án atvinnu (NEET). Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði, en verkefnið á sérstaklega vel við núna vegna þeirra áhrifa sem Covid19 hefur haft á samfélagið.

Í SPECIAL munu samstarfsaðilarnir þróa og prufukeyra þjálfunaráætlanir en markmiðið er að þær séu sveigjanlegar og sniðnar að þörfum markhópsins.

Á þessum fyrsta fundi gafst samstarfsaðilunum tækifæri til að kynnast og ræða verkefnið sem er framundan. Mest áhersla var lögð á að ræða uppbyggingu og hönnun vefumhverfisins sem mun hýsa allt efni verkefnisins. Síðan voru línurnar lagðar fyrir annan verkhluta sem er þverþjóðlegt þarfamat þar sem samstarfsaðilar munu kortleggja þarfir markhópsins, NEETs, eftir C19 faraldurinn út frá EntreComp og LifeComp sem eru hæfniviðmið um frumkvöðlahæfni annars vegar og lífsleikni hins vegar.

Á upphafsfundinum gafst einnig tækifæri fyrir samstarfsaðilana til að koma sér saman um merki (logo) verkefnisins og veflénið sem eru fyrstu skrefin til að auka sýnileika verkefnisins.

Þekkingarnet Þingeyinga fer með verkefnastjórn í þessu verkefni og kemur hugmyndin út frá vinnu við opnun FabLab Húsavík og þau tækifæri sem skapast þar.

Frétt birt, dagsetning: 11/11/2021

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.