Þjálfun og fræðsla

SPECIAL þjálfunin tekur mið af þörfum NEET hópsins (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) og byggir á tveimur af öflugustu og áreiðanlegustu römmum ESB á sviði menntunar og þjálfunar: EntreComp og LifeComp. SPECIAL gerir úttekt á bestu starfsvenjum (e. best practices) og raundæmum til að (endur)virkja NEET í menntun og þjálfun og styrkja þannig hæfni þeirra á vinnumarkaði/möguleika í atvinnuleit/þróun frumkvöðlaanda

Kennsluefni vegna þjálfunarinnar mun mæta öllum skilgreindum markmiðum verkefnisins. Í samræmi við Tilmæli Ráðsins (e. Council Recommendation) um starfsmenntun og þjálfun fyrir sjálfbæra samkeppnishæfni, félagslega sanngirni og seiglu (2020/C 417/01), mun SPECIAL:

  • hanna þjálfunarlíkan sem getur enduraðlagast/aðlagast vinnumarkaði, atvinnugreinum eða endurmenntun/frekari menntun einstaklinga
  • bjóða úrræði til nemendamiðaðrar þjálfunar og menntunar í gegnum staðnám og fjarnám eða með blönduðum aðferðum, á sveigjanlegan og aðlögunarbæran hátt
  • vinna að tækifærum til færniþróunar og bæta atvinnuhorfur borgara í ESB og auka þátttöku í samfélaginu – í samræmi við “Towards European Education Area ‘25”
  • veita starfsmenntunar- og þjálfunarnemum hágæða, nýstárlega þjálfun, sniðna að færni til vinnu og persónulegum þroska sem hjálpar einstaklingum að fá eða búa til ný störf

Fræðsla og þjálfun

Kynntu þér þjálfun okkar og fræðslu
Tækni- og þrívíddarteikning Stjórnun fyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi
Stjórnun samfélagsmiðla
Sjálfsvitund og sjálfstraust & Gagnrýnin hugsun og vaxandi hugarfar

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


2021-1-IS01-KA220-VET-000027983