Þjálfun og fræðsla

Mjúk færni

Rannsóknir hafa sýnt að þegar kemur að ráðningarviðmiðum á vinnumarkaði, er ekki nóg að búa að faglegri færni (sérfræðiþekkingu og tæknikunnáttu). Vinnuveitendur leita til þeirra sem hafa leiðtogahæfileika og samskiptahæfileika, eiginleikum sem byggja á svokölluðum mjúkum færniþáttum (Dixon, o.fl., 2010; Vasanthakumari, 2019). Það er í samspili faglegrar færni (e. hard skills) og mjúkrar færni (e. soft skills) sem við náum framförum. Í þessu þjálfunarnámskeiði eru helstu áhersluatriðin: valdefling, markmiðasetning og félagsfærni. Þessi þrjú mikilvægu mál munu skarast, þar sem þau tengjast náið og  hafa víxlverkandi áhrif hvert á annað.

Námskeið

Sjálfsvitund, trú á eigin getu og gagnrýnin hugsun

Fólk stendur frammi fyrir mismunandi áskorunum og breytingum, bæði á heimsvísu og í nærsamfélögum. Til að takast á við þennan óreiðukennda og hraðskreiða veruleika þurfum við að trúa á okkur sjálf og á hæfileika okkar, jafnvel þá leyndu, og vera óhrædd við að gera mistök.

Námskeið

Gróskuhugarfar

Skilgreining á gróskufari hugarfari er einföld. Í hnotskurn er það sú skoðun að öðlast megi betri færni og greind með því að leggja sig fram og vera þrautseigur. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar erfiðleikar steðja að, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra.

Námskeið

Stjórnun samfélagsmiðla

Vissulega notarðu samfélagsmiðla í daglegu lífi þínu, eins og Twitter eða Instagram, en veistu nákvæmlega hvað samfélagsnet (e. social network) er? Í þessari kennslu muntu læra um samfélagsnet og læra að nota þau þér til hagsbóta, þ.e. til að bæta starfshæfni þína. Þú munt læra um þær tegundir samfélagsneta sem eru mest notuð í dag, og hvernig má beita þeim. Þú munt einnig kanna hina duldu hlið samfélagsneta og þá áhættu sem ber að forðast.

Námskeið

Stafrænt frumkvöðlastarf: að nýta sér tækifærin í kringum sig

Undanfarin ár hefur stafrænt umhverfi teygt sig inn á öll svið daglegs lífs fólks. Þetta hefur leitt til nýrra viðskiptatækifæra sem tengjast stafrænu frumkvöðlastarfi, tækifæra sem þarf að grípa.

Námskeið

Frumkvöðlafærni

Í þessum glærum er fjallað um stjórnun með því að reyna að útskýra grunnariði hennar.  Hér verður gerð grein fyrir því hvað felst í verkefni er til þess að auka skilning á stjórnun. Síðan verður skoðað nánar hvað felst í stjórnun, með sérstaka áherslu á teymisvinnu og hópauppbyggingu.

Námskeið

Stjórnun

Þú hefur örugglega heyrt um að fólki hafi mistekist að finna almennilega vinnu eða stofna eigið fyrirtæki vegna ýmissa aðstæðna sem stundum hefur valdið því vandræðagangi. Eða kannski ertu meðvituð/meðvitaður um að fólk er að mynda svokölluð „teams“ „teymi“ á sínum vinnustað en framkvæma samt allt sjálft. Á þessu námskeiði lærir þú að fá vinnu í fyrirtæki eða jafnvel stofna eigið fyrirtæki. Einnig verður fjallað um fjölmenningarlega hegðun og hvernig hægt er að takast á við fjölþjóðlega samstarfsmenn til að forðast óþægilegar aðstæður. Síðast en ekki síst munt þú hafa möguleika á að kynnast mikilvægum skrefum sem við mælum með til þess að geta hafið farsælt rafrænt samstarf og fengið upplýsingar um fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir um þessar mundir. 

Námskeið

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.