Orðskýringar

2D (tvívíddar) teikningar

lýsa hlutum með tilliti til lengdar og hæðar á sléttu yfirborði án dýptar.

3D (þrívíddar) teikningar

lýsa hlutum með tilliti til hæðar, breiddar og dýptar.

Áhrifavaldur

Einstaklingur sem er álitsgjafi á netinu, sem lætur í ljós skoðanir á einu efni eða margvíslegu, og hefur áhrif á fólk sem fylgist með, eða þekkja hann/hana. Nú á dögum eru áhrifavaldar ,,fræga fólk” internetsins og senda frá sér umfjallanir um efni eins og tísku, förðun, tölvuleiki, íþróttir og svo framvegis.

Blogg

Íslenska orðið yfir webblog. Blogg er vefsíða sem er notuð fyrir eigin texta eða efni tengt eigin rekstri. Hún getur verið í formi greina eða pósta og hefur yfirleitt að geyma tiltekin málefni, s.s. íþróttir, ferðalög, skemmtanir, mat, upplýsingatækni o.s.frv.

Blogg

Sú gerð vefsíðna þar sem efni er birt reglulega í formi styttri eða lengri frásagna eða greina og hefur venjulega ákveðið þema (tískublogg, matur, íþróttir, ferðalög, upplýsingatækni osfrv.). Það getur verið persónulegs eðlis, eða notað sem stafrænt verkfæri fyrir fyrirtæki.

Drop-shipping store

Um er að ræða verslun sem sendir vörur frá framleiðanda eða heildsala beint til viðskiptavinar.

Fastmótað hugarfar

Fólk með fastmótað hugarfar er líklegra til að trúa því að það sé ekki hægt að breyta hæfni sinni og greind, að það sé annað hvort gott í einhverju eða ekki. Það missir yfirleitt kjarkinn auðveldlega og gæti forðast að taka áhættu eða prófa nýja hluti því það er hrætt við að mistakast.

Fjölmenningarleg stjórnun

Hún felst í því að skilja og stjórna með áhrif menningarlegrar fjölbreyti í huga, áhrif á skipulag, teymi og fyrirtæki til að hámarka árangur skipulagsheilda. Tilgangur hennar er að skapa umhverfi þar sem vitund og virðing er borin fyrir menningu hvers og eins.

Frumkvöðlastarf

Frumkvöðlastarf er starfsemi sem í eðli sínu hefur mjög háan áhættustuðul. Forsendan um áhættu í starfinu er meðal fárra þátta sem aðgreina frumkvöðla frá öðrum stjórnendum.

Frumkvæðis- og frumkvöðlavit

Frumkvæðis- og frumkvöðlavit vísar til hæfni einstaklings til að breyta hugmyndum í verk. Það felur í sér sköpunargáfu, nýsköpun og áhættusækni, svo og hæfni til að skipuleggja og stjórna verkefnum til að ná tilsettum markmiðum.

Gróskuhugarfar

„Gróskuhugarfar er sú trú að hægt sé að þroska persónueinkenni, svo sem vitsmunalega færni og fastmótað hugarfar er sú trú að þessir eiginleikar séu fastmótaðir og óbreytanlegir.“ ( Yeager & Dweck, 2020, bls. 1): „Gróskuhugarfar er sú trú að hæfileikar þínir og færni geti breyst. Á sama hátt og voldugar eikur vaxa af örsmáum akarnum geta hæfileikar okkar einnig vaxið.

HTTPS

HTTPS samskiptareglur (HyperText Transfer Protocol Secure) gerir örugga tengingu og gagnaflutning milli netþjóns og vafra, mögulegan.

Hugbúnaður

Hugbúnaður er safn leiðbeininga, gagna eða forrita sem notuð eru til að stjórna tölvum og framkvæma ákveðin verkefni. Það er andstæða vélbúnaðar, sem lýsir efnislegum þáttum tölvu. Hugbúnaður er almennt hugtak sem notað er til að vísa til forrita, forskrifta og forrita sem nýtt eru á tækin.

Hvati

„Hvati“ er það sem fólk öðlast þegar það er hvatt til að efla löngun sína og vilja til að sinna skyldum sínum og vinna saman að sameiginlegum markmiðum fyrirtækis. Með öðrum orðum, það þýðir að örva, ýta undir eða glæða áhuga fólks til ákveðinna aðgerða, í átt að þeim árangri sem búist er við af því.

Inngilding og efling einstaklingsins

Inngilding er kerfi til að tryggja að skipulagsheildir taki vel á móti hverjum einstaklingi á öllum stigum. Inngilding snýst um að finna það sem er samiginlegt þrátt fyrir fjölbreytni okkar og tileinka sér hugmyndir og hugsjónir einstakra einstaklinga. Leiðtogar með gróskuhugarfar hafa djúpa löngun til að gera það og leiða inngildingu og hlúa að einstaklingum.

Markmiðasetning

Taka ákvörðun um og skipuleggja hverju þú vilt ná.

Mjúk færni

Tegund af færni sem fæst í daglegu lífi, í gegnum persónulega reynslu og hugleiðingar. Sambland af færni í mannlegum samskiptum og félagsfærni, einnig kölluð lífsleikni (eða mannafærni).

Opinn hugur

Gróskuhugarfar krefst þess að leiðtogar séu meira meðvitaðir um einstakar þarfir og sjónarmið annarra. Vöxtur krefst meira en hagnaðar, hann krefst skýrs skilnings á mannauði. Í því felst að læra að þjóna sérþörfum einstaklingsins og/eða neytenda og sérþörfum starfsfólks.

Persónuvernd

Allt sem tengist persónulegu lífi einstaklings, trúnaðarmál sem skal ekki deilt með öðrum nema með samþykki einstaklingsins. Friðhelgi einkalífsins er grundvallarréttur sem er lögfestur af Sameinuðu þjóðunum, Evrópuþinginu og lögum á landsvísu.

Rafræn viðskipti

Rafræn viðskipti eru kaup og sala á vörum eða þjónustu í gegnum netið, í gegnum rafrænan vettvang, samfélagsmiðla og aðrar vefsíður.

Ræktaðu með þér þrautseigju

Tileinkaðu þér gróskuhugarfar og taktu þér síðan tíma til að þroska það og nýttu tímann vel. Þrautseigja og tækifæri munu koma. Þroskaðu með þér þrautseigju í leiðinni. Þú ert að þjálfa hugann og þitt eigið hugarfar.

Samfélagsmiðill

Eða samfélagsnet. Hugtak sem vísar til samskipta á netheimum frá lokum 20. aldar. Það er stafrænn vettvangur sem gerir fólki og samfélögum kleift að tengjast og hafa samskipti sín á milli, auk þess að birta og deila margmiðlunarefni. Til dæmis Facebook eða Instagram.

Samfélagsstjóri

Staða innan fyrirtækis. Þessi aðili ber ábyrgð á viðveru fyrirtækisins á netinu, stjórnun og umsjón samfélagsmiðla, uppbyggingu netsamfélags, sköpun og birtingu margmiðlunarefnis og samskiptum við áhorfendur fyrirtækisins.

Samskiptahæfileikar

Lærðir hæfileikar sem gera einstaklingi kleift að eiga í viðeigandi og farsælum samskiptum við aðra.

Sjálfsgeta

Sjálfgeta vísar til trúar einstaklings á eigin getu til að framkvæma það sem nauðsynlegt er til að ná tilteknum frammistöðu, einskonar aðstæðubundið sjálfstraust.

Sjálfsvitund

Sjálfsvitund er hæfnin til að skynja og skilja það sem gerir þig að þér, þar á meðal persónuleika þinn, gjörðir, gildi, skoðanir, tilfinningar og hugsanir. Í meginatriðum er það sálfræðilegt ástand þar sem sjálfið verður í brennidepli athyglinnar.

SSL vottorð

SSL (Secure Sockets Layer) vottorð er öryggissamskiptaregla sem gerir fólki kleift að flytja gögn á milli vafra og vefþjóns á öruggan og dulkóðaðan hátt.

Stafræn tækni

Stafræn tækni er rafræn verkfæri, kerfi, tæki og auðlindir sem búa til, geyma eða vinna úr gögnum. Vel þekkt dæmi eru samfélagsmiðlar, netleikir, margmiðlun og farsímar. Stafrænt nám er hvers kyns nám sem notar tækni.

Staðalmyndir

Þær eru oft ósanngjarnar og ósannar hugmyndir sem fólk gerir sér um alla í ákveðnum hóp eða mengi.

Stjórnun

Stjórnun er samhæfing og stjórnun verkefna til að ná settu markmiði. Slík stjórnun felur í sér að setja stefnu stofnunarinnar og samræma aðgerðir starfsfólks til að ná þessum markmiðum með því að nýta þau úrræði sem tiltæk eru.

Tengslanet

Hugtak sem vísar til þess að byggja upp faglegt net fólks með innbyrðis tengda hagsmuni. Því stærra sem netið er, þeim mun meiri líkur eru á að finna vinnu eða viðskiptatækifæri.

Teymisvinna

Það þýðir að fólk reynir að vinna saman, nýta hæfileika hvers og eins og veita uppbyggilega endurgjöf, þrátt fyrir persónulegan ágreining milli einstaklinga.

Tímastjórnun

Tímastjórnun er það ferli að skipuleggja og stjórna hversu miklum tíma við eyðum í tiltekin viðfangsefni. Góð tímastjórnun gerir einstaklingnum kleift að ljúka verkefnum á skemmri tíma, minnkar streitu og stuðlar að velgengni í starfi.

Uppbygging teymis

Uppbygging teymis er stjórnunaraðferð sem nýtist við að bæta skilvirkni og árangur vinnuhópa með margvíslegum aðgerðum. Í henni felst mikil færni, greining og athugun til að skapa sterka og hæfa teymisvinnu. Eina markmiðið hér er að ná fram sýn og markmiðum skipulagsheildarinnar.

Valdefling

Að búa yfir valdi og frelsi til að fylgja löngunum þínum, ásamt því að miðla valdeflingu áfram.

Vefsetur

Vefsetur er samsett úr öllum vefsíðum sama léns, sem geymdar eru á netþjóni. Í daglegu tali er hugtakið vefsíða notað bæði yfir vefsetur og vefsíður, þó að fyrirbærin séu ekki nákvæmlega eins.

Vefsíða

Vefsíða er samsett af öllum síðum sama lénsins sem eru geymdar á vefþjóni. Hugtökin vefsíða og heimasíða eru notuð á víxl, þó þau hafi ekki alveg sömu merkinu.

Vektormyndir

er form stafrænna mynda sem eru búnar til með stærðfræðilegum jöfnum, punktum, línum og ferlum og hægt er að gera myndirnar stærri eða smærri án þess að tapa upplausn. Vektorskrár eru valkostur við raster skrár sem eru samsettar úr föstum fjölda pixla á fermetra.

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.