SPECIAL verkefnið miðar að því að styrkja, endurvekja og hlúa að lífsleikni og „mjúkri“ færni þátttakenda, NEET (ungs fólks sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun), með það að markmiði að styðja þau til (endur)aðlögunar í samfélagi og á vinnumarkaði eftir covid-19 heimsfaraldurinn.
Sérstök áherlsa verður á NEET utan þéttbýlis sem sýnt hefur verið fram á (í samantekt EUROSTAT, EUROFOUND) að hafi síður aðgang að þjálfun og menntun. Í verkefninu SPECIAL er sérstök áhersla á að aðlaga vinnu starfsmenntunargeirans og fullorðinsfræðslunnar, bæði kennara og starfsfólks að þörfum samfélagsins og atvinnulífsins.