Við kynnum með stolti nýja vefsíðu SPECIAL verkefnisins: www.projectspecial.eu. Á síðunni verða allar helstu upplýsingar um verkefnið, framkvæmd þess, markmið og forsendur, auk upplýsinga um þá samstarfsaðila sem taka þátt. Þar verður einnig svæði fyrir allar niðurstöður verkefnisins, þar á meðal þjálfunarefni og leiðbeiningar sem verða aðgengilegar almenningi. SPECIAL er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar.
Að verkefninu standa 7 samstarfsaðilar frá 6 Evrópulöndum; Íslandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð. SPECIAL miðar að því að styrkja lífsleikni og „mjúka færni“ (soft skills) hjá ungu fólki sem er ekki í námi eða þjálfun og er án atvinnu (NEET). Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði, en verkefnið á sérstaklega vel við núna vegna þeirra áhrifa sem Covid19 hefur haft á samfélagið. Í þessum tilgangi munu samstarfsaðilarnir þróa sérsniðið þjálfunarefni og leiðbeiningar fyrir starfsþróun/starfshæfni/sjálfstyrkingu markhópsins.
Frétt birt, dagsetning: 09/02/2022
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.