SPECIAL Leiðbeiningar

Operational Guidelines
Policy Recommendations

Þátttakendur í verkefninu munu útbúa leiðbeiningar um framkvæmd þjálfunarinnar og fræðilega umfjöllun henni tengda. Þannig er stuðlað að nýtingu afraksturs og niðurstaðna verkefnisins eftir að formlegu samstarfi í verkefninu líkur

Leiðbeiningarnar leiða til þess að niðurstöður verkefnisins verða nýttar áfram eftir að tímabili fjármögnunar Erasmus+ lýkur. Með því verður öðrum aðilum, sem vinna að þjálfun og menntun NEET í ESB, gert kleift að notfæra sér reynslu samstarfsaðilanna, endurnýta og aðlaga verkefnaniðurstöður að öðru samhengi. Einnig verður hægt að innleiða átaksverkefni og þjálfunaráætlanir í anda SPECIAL og stefna þannig á sama ávinning og samstarfsaðilar þessa verkefnis

Í skjalinu verður gerð grein fyrir þeim lærdómi sem hlýst af framkvæmd verkefnisins; hvað virkaði og hvað hefði mátt gera betur varðandi framkvæmd og útfærslu SPECIAL þjálfunarinnar. Eftirfarandi þættir verða einnig til umfjöllunar:

  • skipulag þjálfunarinnar
  • samskipti við markhópa og hugsanlega þátttakendur
  • skráning
  • bekkjarstjórnun
  • blandað nám og nám á netinu
  • hvatning nemenda og stjórnun í kennslustofu
  • endurgjöf nemenda
  • tillögur um hvernig best sé að veita þjálfun í margvíslegu umhverfi

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.