Til baka    
Afurðir SPECIAL verkefnisins prófaðar

Afurðir SPECIAL verkefnisins prófaðar


SPECIAL verkefnið hófst haustið 2021 og snýst um valdeflingu ungmenna sem eru utan atvinnu, náms og félagsstarfs um alla Evrópu, þessi hópur er gjarnan kallað NEETs á ensku (Not in Employment, Education, or Training). Valdeflingin er til eflingar á mjúkri færni þeirra með það markmið að auðvelda (endur)aðlögun hópsins að samfélagi og vinnumarkaði. Þessi valdefling er sérstaklega mikilvæg nú, eftir COVID-19 faraldurinn sem stuðlaði að einangrun margra.

SPECIAL er samstarfsverkefni ólíkra stofnanna frá sex Evrópulöndum (Íslandi, Svíþjóð, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu og Belgíu) og er styrkt af ERASMUS+. Verkefnið miðar að því að hanna, þróa, prófa og meta alhliða þjálfunarramma fyrir starfsmenn starfs- og símenntunar sem hægt er að aðlaga að ólíkum hópum eða einstaklingum.

Afurðir verkefnisins eru þróaðar til að veita ungmennum alhliða stuðning og úrræði til varanlegrar valdeflingar. Með því að sameina nýsköpun, samvinnu og metnað til að auka færni, miðar SPECIAL að því að endurmóta líf og tækifæri NEETs.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru nú að prófa og meta efni verkefnisins með markhópum. Fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar og hafa fræðsluaðilar veitt haldbæra innsýn og endurgjöf sem varpar ljósi á árangur og áhrif þjálfunarrammans. Viðbrögð ungmenna sem tóku þátt hafa einnig verið jákvæð og sýnt hefur verið fram á margvíslegan ávinning. Ungmennunum fannst verkfærakistan notendavæn og hagnýt en þjálfunarefnið hlaut lof fyrir gagnsemi þess og mikilvægi sem gerir þeim auðvelt fyrir að öðlast nýja færni og þekkingu. Nemendur kunnu sérstaklega að meta námsefni um stafrænt frumkvöðlastarf sem veitti góða innsýn í fagið. Að auki inniheldur efnið verkfæri fyrir vefhönnun, grafík og leitarvélabestun. Þá lögðu ungmenni til að gert væri ráð fyrir að tíminn til að ljúka hverri einingu væri á bilinu 4-8 klukkustundir.

Innsýn og ráðleggingar frá samstarfsaðilum byggðar á niðurstöðum prufukeyrslunnar og mati á afurðum verkefnisins hafa stuðlað að enn frekar að þróun SPECIAL verkefnisins. Þjálfarar greindu frá jákvæðum prófunum með virkri þátttöku ungmenna. Námskeiðin voru sérsniðin að hverjum hóp, t.d. þeirra sem þekkja til samfélagsmiðla og kennarar sem fjalla um áskoranir á samfélagsmiðlum í kennslustofum sínum. Rætt var um fíkn smáforrita, ný atvinnutækifæri, áhættu af netkerfum og möguleg áhrif á mannleg samskipti.

Efnið með áherslu á samfélagsmiðla fékk mikla athygli, sérstaklega varðandi tíma sem eytt er í smáforrit og hugsanlega veruleikafirru. Þjálfarar efnisins lýstu yfir áhyggjum af óhóflegri farsímanotkun ungmenna. Stafrænu frumkvöðlaeiningunni var hrósað fyrir að kynna hagnýt verkfæri eins og Canva og WordPress en þjálfarar lögðu áherslu á mikilvægi þess fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að stofna fyrirtæki.

Viðbrögð frá þjálfurum og ungmennum frá öðrum samstarfsstofnunum endurómuðu jákvæðar niðurstöður sem fengust við prófanir og mat á verkfærum. Þjálfarar kunnu að meta aðgengi og hagkvæmni verkfærakistunnar og lögðu áherslu á hversu auðveldlega aðlaga má efnið að ákveðnum hópum eða einstaklingum. Nemendur greindu frá umtalsverðum námsárangri og lofuðu hagkvæmni verkfærakistunnar sem og aðgengi. Þjálfunarefnið var talið gagnlegt og nútímalegt og hvatti nemendur til að kanna ýmsa möguleika, t.d. vettvang Fablab. Verkfærakistan er gagnlegt úrræði sem hvetur ungmenni til að halda áfram sjálfstæðum námi sínu.

Viðbrögð og ráðleggingar sem fengust úr prófunarferlinu gefa vísbendingar um gæði þjálfunarramma SPECIAL verkefnisins. Jákvæðar niðurstöður og sú innsýn sem samstarfsaðilar veittu stuðla að góðum umbótum og möguleika á frekari þróun.

Frekari upplýsingar um SPECIAL verkefnið, afurðir þess og fréttir, má finna á vefsíðunni https://projectspecial.eu og samfélagsmiðlunum Facebook og Youtube!


Frétt birt, dagsetning: 15/06/2023

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.