Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL, Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning, snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og sjálfstraust NEETs (ungs fólks sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) til að styðja þau við (endur)aðlögun að evrópskum samfélögum og vinnumörkuðum eftir COVID. Verkefnið miðar að því að hanna, bjóða upp á og nýta nýstárlegt námsefni þar sem lipurð í hugsun er útgangspunkturinn fyrir alla þróun mjúkrar færni. SPECIAL verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ samstarfsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar. SPECIAL tekur til sjö stofnana frá sex Evrópulöndum (Rúmeníu, Spáni, Belgíu, Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu).
Þeir þættir sem stuðla að því að hluti ungmenna er hvorki í vinnu, námi né þjálfun eru m.a.:
Í því samhengi hefur SPECIAL skilgreint þjálfunar- og fræðslusvið sem geta hlúð að og kveikt frumkvæðistilfinningu þessara einstaklinga og hvatt þau til að sigrast á einangrun sinni. Verkefnið miðar að hönnun, framboði og hagnýtingu þjálfunarefnis með lipurð í hugsun sem rauðan þráð.
Nú þegar verkefnið nálgast formlegan endapunkt eru aðilar að vinna að lokamarkmiðum, þ.e. að þróa leiðbeiningar og stefnumarkandi tilmæli fyrir verkefnið. Markmiðin tvö eru mikilvæg fyrir gildi verkefnisins og sjálfbærni þess.
Bæði skjölin verða aðgengileg á sex tungumálum (ensku, spænsku, ítölsku, íslensku, rúmensku og sænsku) í október 2023 á opnum rafrænum fræðsluvettvangi verkefnisins: https://projectspecial.eu
Fylgstu með fréttum af SPECIAL verkefninu á https://projectspecial.eu og á Facebook og Youtube!
Frétt birt, dagsetning: 27/10/2023
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.