Til baka    
Gögn, niðurstöður og afurðir SPECIAL verkefnisins  Leiðbeiningar og stefnumótunartillögur

Gögn, niðurstöður og afurðir SPECIAL verkefnisins Leiðbeiningar og stefnumótunartillögur


Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL, Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning, snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og sjálfstraust NEETs (ungs fólks sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) til að styðja þau við (endur)aðlögun að evrópskum samfélögum og vinnumörkuðum eftir COVID. Verkefnið miðar að því að hanna, bjóða upp á og nýta nýstárlegt námsefni þar sem lipurð í hugsun er útgangspunkturinn fyrir alla þróun mjúkrar færni. SPECIAL verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ samstarfsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar. SPECIAL tekur til sjö stofnana frá sex Evrópulöndum (Rúmeníu, Spáni, Belgíu, Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu).

Þeir þættir sem stuðla að því að hluti ungmenna er hvorki í vinnu, námi né þjálfun eru m.a.:

  • Að geta ekki stundað nám við æðri menntastofnun af fjárhagsástæðum eða öðrum ástæðum 
  • Búseta í dreifbýli eða afskekktum byggðum
  • Umönnun fjölskyldumeðlima (á sérstaklega við um konur)
  • Óæskileg upplifun í æsku eins og heimilisofbeldi
  • Veikindi og/eða fötlun 
  • Áhugaleysi vegna langrar atvinnuleitar og/eða fjölda hafnana

Í því samhengi hefur SPECIAL skilgreint þjálfunar- og fræðslusvið sem geta hlúð að og kveikt frumkvæðistilfinningu þessara einstaklinga og hvatt þau til að sigrast á einangrun sinni. Verkefnið miðar að hönnun, framboði og hagnýtingu þjálfunarefnis með lipurð í hugsun sem rauðan þráð.

Nú þegar verkefnið nálgast formlegan endapunkt eru aðilar að vinna að lokamarkmiðum, þ.e. að þróa leiðbeiningar og stefnumarkandi tilmæli fyrir verkefnið. Markmiðin tvö eru mikilvæg fyrir gildi verkefnisins og sjálfbærni þess.

  1. Um er að ræða fræðilegar og hagnýtar leiðbeiningar til að stuðla að því að niðurstöður og afurðir verkefnisins nái út fyrir umfang samstarfsins og verkefnisins.
    Þetta skjal er „stafræn arfleifð“ SPECIAL verkefnisins. Það er samantekt á mikilvægum upplýsingum og helstu niðurstöðum sem hafa komið fram við framkvæmd verkefnisins. Það er þó meira en skjalasafn, það er grundvallarleiðarvísir fyrir alla sem vilja nýta sér til fulls þann árangur og reynslu sem hefur náðst í gegnum vinnuferil SPECIAL:
  • Þar er þeim sem vilja innleiða námskrá SPECIAL í starfshætti sína og rekstrarumhverfi boðið upp á leiðbeiningar.
  • Þetta skjal gæti verið verðmætt verkfæri fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja yfirfæra og endurskapa SPECIAL verkefnið og þjálfun þess í margvíslegu samhengi.
  • Þau sem vilja vinna að verkefnum sem eru innblásin af SPECIAL munu geta nýtt sér þetta skjal sem uppsprettu innblásturs og leiðsagnar.
  1. Skjalið inniheldur einnig tillögur ætlaðar til hagnýtingar fyrir stjórnvöld þegar kemur að nýjum aðgerðum og pólitískum áætlunum um valdeflingu ungs fólks, örvun frumkvæðis og frumkvöðlaviðhorfs meðal ungs fólks. Í því er reynsla og árangur verkefnisins nýttur sem þættir og tillögur að „stefnu og framkvæmd“ og skýr hagnýt tengsl milli verkefnisins og opinberrar stefnumótunar. Stefnumótunartillögur SPECIAL eru áreiðanleg viðmið fyrir nýjar aðgerðir sem miða að því að viðhalda nýjum stefnum sem efla valdeflingu ungmenna, þróun frumkvæðis og frumkvöðlaviðhorfs meðal ungmenna. SPECIAL stefnumótunartillögurnar:
  • Veita upplýsingar um helstu svið sem stefnumótendur ættu að takast á við til að ýta undir betri tækifæri til félags- og efnahagslegs sjálfstæðis fólks sem á hættu á að vera jaðarsett (NEETs).
  • Veita hnitmiðað og yfirgripsmikið yfirlit yfir mikilvægustu löggjafar-, stefnu- og áætlunaraðgerðir ESB á sviði menntunar og þjálfunar, sem stefnumótendur borga og sveitarfélaga ættu að fara eftir og fella inn í stjórnarramma sína.
  • Varpa ljósi á stefnumótandi aðgerðir sem ekki aðeins gagnast NEETs, heldur öllu vistkerfi hlutaðeigenda og hagsmunaaðilum sem vinna að málinu (hverskyns atvinnuleitarþjónusta, náms- og starfsráðgjafar, Vinnumálastofnun o.fl.), og þeirra viðbrögðum við hinu vaxandi fyrirbæri: atvinnuleysi ungs fólks og félagslegri einangrun.

Bæði skjölin verða aðgengileg á sex tungumálum (ensku, spænsku, ítölsku, íslensku, rúmensku og sænsku) í október 2023 á opnum rafrænum fræðsluvettvangi verkefnisins: https://projectspecial.eu 

Fylgstu með fréttum af SPECIAL verkefninu á https://projectspecial.eu og á Facebook og Youtube! 


Frétt birt, dagsetning: 27/10/2023

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.