Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEETs (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun).
Við framkvæmd SPECIAL Project Result 2 kortlögðu samstarfsaðilar þær þarfir og áskoranir sem koma í veg fyrir að NEET (ungt fólk án atvinnu og menntunar) geti sigrast á einangrun/jaðarsetningu í heimi menntunar og/eða vinnumarkaðar. Um fjölþjóðlegt samstarf er að ræða og eru þátttökulöndin Ísland, Spánn, Ítalía, Rúmenía og Svíþjóð en einnig var lögð fram almenn kortlagning um meðaltal í Evrópu allri.
Svo virðist sem helstu áskoranir ungs fólks snúi að atvinnutækifærum og áreiðanlegum störfum á vinnumarkaði til lengri tíma. Þessi þróun er enn áþreifanlegri innan dreifbýlis, afskekktra og einangraðra svæða, þar sem skortur er á þeim tækifærum sem þéttbýlisstaðir og miðstýrð svæði geta boðið.
Samstarfsaðilarnir vinna nú að því að því að þróa þjálfunarnámskrá sem byggir á greiningu þeirra á færnibili NEETs.
Námsefni og önnur gögn verða í samræmi við þjálfunarsvið og tengd undirhæfni tveggja evrópskra hæfniramma; EntreComp sem snýr að frumkvöðlafærni og LifeComp sem snýr að persónulegri og félagslegri færni.
Miðað við okkar greiningu virðast nokkur áhugasvið samræmast færnibilinu sem um ræðir:
Tækifæri til að koma auga á |
|
Mat á hugmynd |
|
Sjálfsvitund og sjálfstraust |
|
Hvatning og þrautseigja |
|
Að taka frumkvæði |
|
Áætlanagerð og stjórnun |
|
Vinna með öðrum |
|
Að læra með reynslu |
|
Efnið verður aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins: https://projectspecial.eu/
Frétt birt, dagsetning: 21/11/2022
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.