×
Stjórnun
Lýsing

Þú hefur örugglega heyrt um að fólki hafi mistekist að finna almennilega vinnu eða stofna eigið fyrirtæki vegna ýmissa aðstæðna sem stundum hefur valdið því vandræðagangi. Eða kannski ertu meðvituð/meðvitaður um að fólk er að mynda svokölluð „teams“ „teymi“ á sínum vinnustað en framkvæma samt allt sjálft. Á þessu námskeiði lærir þú að fá vinnu í fyrirtæki eða jafnvel stofna eigið fyrirtæki. Einnig verður fjallað um fjölmenningarlega hegðun og hvernig hægt er að takast á við fjölþjóðlega samstarfsmenn til að forðast óþægilegar aðstæður. Síðast en ekki síst munt þú hafa möguleika á að kynnast mikilvægum skrefum sem við mælum með til þess að geta hafið farsælt rafrænt samstarf og fengið upplýsingar um fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir um þessar mundir. 


Eyðublað fyrir námskeiðsmat    |    Spila hljóð    |    Hlaða niður: /    |   
Fyrirtækjastjórnun og árangursrík teymisvinna

SkilgreiningarSmella til að lesa

Í stuttu máli er með stjórnun fyrirtækja átt við að stjórna (samræma og stýra) starfsemi, verkefnum og mannauði til að ná settu markmiði. Teymisvinna er hins vegar skilgreind sem ferli þar sem hópur fólks vinnur saman að markmiði. Hugtökin eru tengd og saman mynda þau bestu mögulegu útkomuna.

Leiðir til að hvetja liðsandann Smella til að lesa

„Að mynda lið er bara byrjunin, að standa saman er framfaraskref, að vinna saman er árangur.“ Henry David Thoreau.

Til að viðhalda góðu teymi og ná árangri til lengri tíma litið er markmið allra góðra stjórnenda að vera skilvirkir, setja sig í spor annarra, sýna hluttekningu og samkennd. Og síðast en ekki síst þarf stjórnandinn að vera góð fyrirmynd og sýna að hann sé hluti af liðsheildinni og um leið hlutlægur. Til þess að fyrirtækið sé farsælt verða allir stjórnendur að ýta undir liðsandann: 

  1. með sameiginlegum markmiðum. 
  2. með því að skapa tilfinningu fyrir því að þeir tilheyri hópnum og skipulaginu. 
  3. með því að úthluta verkefnum með skýrum hætti 
  4. með því að skipuleggja vinnu- og félagsstörf - fundaraðir, hópefli, vinnufundi, vinnustofur og sjálfboðaliðastörf 
  5. með því að viðurkenna hvern aðila sem einstakan einstakling með einstaka reynslu, þekkingu og sjónarmið, ýta undir sköpun og nýsköpun. 
Kostir og dæmi um teymisvinnu Smella til að lesa

Í starfsviðtölum er hæfni í teymisvinnu metin mikils í mati á umsækjendum en hún skilar margskonar ávinningi til fyrirtækisins. Skoðum nokkra kosti teymisvinnu sem nýtast bæði í starfsumhverfi fyrirtækisins, íþróttaliðunum og einnig í kennslu þar sem margir koma að sameiginlegum verkefnum:

  1. Hún stuðlar að sköpun og lærdómi. Sköpun vex þegar fólk vinnur saman sem teymi. Í hugmyndavinnu er komist hjá sjálfhverfum sjónarmiðum og sköpunargleðin fær byr undir báða vængi þökk sé sjónarhorni teymisfélaganna. 
  2. Í teymisvinnu eru styrkleikar einstaklinganna í teyminu nýttir. Samvinna gerir það að verkum að hæfileikar hvers og eins í teyminu bæta hvor annan upp og búa til lokaafurð sem hefði ekki verið hægt að ná sem einstaklingar. Eins og í hljómsveit þar sem ein manneskja er frábær í að syngja, önnur er frábær á gítar, þriðja er góð á bassa og fjórða góð á trommur. Í vinnuhópum, þar sem ein er góður forritari, önnur er góður grafískur hönnuður og sú þriðja hefur góða þekkingu á viðfangsefninu skapast með samvinnu þremenninganna ný viðskiptatækifæri sem væru ekki möguleg ef þau vildu fara ein í þetta.
  3. Hún dregur úr streitu. Einstaklingsvinna eykur vinnuálag og ábyrgð og það getur leitt til aukinnar streitu. Þar sem teymisvinna gerir okkur kleift að deila verkefnum og ábyrgð er minni streita. 
  4. Hún bætir árangur. Þegar einstaklingar einbeita sér að því sem þeir gera best í teymisvinnu þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af störfum eða verkefnum sem þeir ná ekki tökum á. Þetta stuðlar að betri afköstum og betri vinnu þar sem það eykur framleiðni. 
  5. Hún eykur skilvirkni og framleiðni. Hver einstaklingur leggur áherslu á sína sérgrein og samvinna gerir hverjum og einum kleift að nýta hæfileika sína sem best í því verkefni sem hann nær tökum á. Áður en árangur næst þarf að líða tími þar sem samskiptin geta þróast og samböndin þróast þannig að hópar haldi áfram að auka skilvirkni og framleiðni. 

Fjölmenningarleg stjórnun - lykillinn að ráðningarhæfni á evrópska vinnumarkaðnum

Menningarleg fjölbreytni getur fært fyrirtækjum auðlegðSmella til að lesa

Hugtakið fjölmenningarleg stjórnun felur í sér greiningu og framkvæmd aðferða sem miða að því að minnka þann menningarmun sem felst í teymum ólíkra menningarheima. Til að geta tekist á við menningarlegan fjölbreytileika á árangursríkan hátt þarf að taka tillit til þeirra þátta menningar sem hafa áhrif á hvernig fólk starfar og tengist. Enn fremur má rannsaka vinnusiðfræði í hvers konar skipulagi, óháð stærð þess. Menning hefur áhrif á hegðun okkar, skynjun og gildismat.

Tökum dæmi um franskan stjórnanda í ensku teymi: Franskur stjórnandi, sem fer fyrir ensku teymi, getur staðið frammi fyrir annars konar menningarlegum aðstæðum en þeim sem hann gæti þurft að takast á við með frönsku teymi. Það getur verið erfitt að eiga við þennan menningarmun vegna þess að hegðun, viðmið og gildi annarrar menningar eru oft óþekkt í okkar augum og við kunnum ekki að túlka þau. 

Menning okkar hefur áhrif á hegðun okkar, skilning og gildismat og einnig á starfsvenjur okkar. Franski forstjórinn tekur því þá áhættu ef hann lætur hin óformlegu samskipti enskra samstarfsmanna sinna koma sér úr jafnvægi. Það er mjög algengt að enskir samstarfsmenn ávarpi hvern annan með fornafni og það gerist á öllum stigum fyrirtækja. Slík óformlegheit eru enn fremur sjaldgæf í Frakklandi þar sem er  enn siður að þéra og ávarpa - herra, frú - og titlar - meistari, doktor – það er hluti af menningunni og ber vott um virðingu gagnvart samstarfsmönnum og yfirmönnum.  

Þjálfun í fjölmenningarlegri stjórnun er ætlað að bregðast við þess konar aðstæðum. Þjálfunin gerir það að verkum að fólk verður meðvitaðra og þekkir eigin menningarleg gildi til að geta betur stjórnað fjölmenningarlegum teymum. Þessi vitund um menningu annara og sinnar eigin tengir fólk saman og styrkir fagleg tengsl með því að draga úr misskilningi og atvikum sem geta haft áhrif á að verkefni gangi vel fyrir sig. Auk þess færir þjálfun í fjölmenningarlegri stjórnun fyrirtækinu aukið virði og hagnað þar sem menningarmunur er skilinn og aðlagaður að fjölmenningarlegum teymum þeirra. 

Möguleikar og hindranir í fjölmenningarlegri stjórnun Smella til að lesa

Litið er á fjölmenningarlega stjórnun sem ávinning fyrir fyrirtæki en jafnframt sem stóra áskorun fyrir fjölþjóðlegt fyrirtæki. Fyrsta skrefið í að innleiða góða stjórnunarhætti er að skilja kosti og hindranir. Samvinna og kostir fjölmenningarlegs teymis getur því boðið fyrirtækinu:

  • fjölbreytt sjónarhorn, sem eru uppspretta sköpunar og nýsköpunar 
  • betri skilning á viðskiptavinum þínum, sem mun stuðla að aukinnar samkeppnishæfni
  • aukið menningarnæmi og þar af leiðandi betri markvissari markaðssetningu
  • hæfni til að halda í hæft starfsfólk
  • möguleikann á að þróa fjölbreyttara og sveigjanlegra vöruúrval og þjónustu.

Til að forðast hindranir sem kunna að birtast í fjölmenningarlegu teymi ætti að hafa ákveðnar meginreglur í huga

  1. Ekki hunsa menningarlegan mun í teyminu þínu.  
    Það eitt að læra um menningu teymisins getur hjálpað þér að greina mun (einkum í því hvernig þú tjáir þig) sem gæti valdið misskilningi. 
  2. Settu upp fjölmenningarlega stjórnun sem gerir teyminu þínu kleift að nýta sér fjölbreytileikann.
    Mikilvægt er að skipuleggja undirbúningstíma þegar starfsmenn þínir þurfa á honum að halda. Hann sýnir þeim líka að þú virðir fjölbreytileika þeirra. Þetta verklag veitir þeim þá tilfinningu að þeim finnist yfirmaður sinn meta sig mikils, ásamt öðrum í teyminu. 
  3. Berstu af krafti gegn staðalmyndum.
    Oft er munur á því að gera sér grein fyrir menningarmun og að reiða sig á staðalmyndir til að draga ályktanir um hegðun starfsmanna sinna. Til að forðast þær er yfirleitt nóg að kynnast hverjum og einum samstarfsmanni. Hvettu samstarfsfólk þitt til að gera slíkt hið sama. Þannig geturðu ekki lengur litið á þau sem „fulltrúa“ menningar heldur sem einstaklinga í eigin rétti. 
  4. Æfðu þig í að sýna samkennd.
    Það einfalda verkefni að hafa áhyggjur af velferð starfsmanna og aðlögun þeirra að teyminu gerir þér bæði kleift að draga úr tálmunum þegar þeir koma upp (og það hvort sem það er vegna menningarlegs ágreinings eða ekki) og stuðla að gagnkvæmri virðingu meðal starfsmanna. 
  5. Fáðu innblástur frá fjölmenningarlegum stjórnunaraðferðum annarra fyrirtækja.
    Markvisst framtak getur gert þér kleift að meta menningarmun innan teymisins og stuðlað að góðum skilningi og samvinnu. Gott ráð er að leita að fyrirtækjum sem þegar hafa gert tilraunir með fjölmenningarlega stjórnun og aðlaga hugmyndirnar að eigin fyrirtækjum. 
Arðbær rekstur á stafrænum tímum

Þrep sem hægt er að fylgja til að koma af stað arðbærri starfsemi á netinu Smella til að lesa

Það er ekki jafneinfalt og ætla mætti við fyrstu sýn að stofna fyrirtæki á netinu. Þegar þú ert ákveðinn í að fara út á markaðinn er nauðsynlegt að gera vissar ráðstafanir. Hér eru nokkur dæmi um það sem gæti komið þér á óvart þegar þú ferð að auglýsa starfsemi þína á netinu: 

  1. Að selja sköpunarverk þín á netinu.
    Nauðsynlegt að setja niður fyrir sig nokkur grundvallaratriði í byrjun: hvaða tæki/tæknilausnir þú þarft (tölva, hýsill, vefsíða, nafn á léni), spurningar til að spyrja þig áður en þú byrjar (Er verkefnið virkilega áhugavert fyrir mig? Er kunnátta mín viðeigandi og/eða nægjanleg? Eru úrræði mín nægileg? o.s.frv.), ferlið til að stofna fyrirtækið þitt (til að tryggja að reksturinn fari að lögum), aðgerðir til að koma sér á framfæri (til að vonast til að gera netverslunina þína arðbæra, markaðssetning á netinu til að selja þínar eigin vörur).
  2. Búa til drop-shipping verslun.
    Meginreglan í því sem kallað er drop-shipping á ensku er að selja vöru án þess að hugsa um birgðastýringu. Mjög arðbært er að stunda slíka netverslun og því þarf ekki mikla fjárfestingu þar sem nóg er að opna vefverslun til að selja vörurnar sem settar eru fram. 
  3. Stofnaðu vörumerkið þitt.
    Það er mikilvægt að marka sér stefnu til að skera sig úr og búa til vörumerki sem talar til mögulegra framtíðarkaupenda: skapaðu þinn stíl og beindu athyglinni að viðskiptavinum þínum, einbeittu þér að gæðum, byggðu upp tryggð viðskiptavina. 
  4. Vertu sjálfstætt starfsandi.
    Það eru mörg störf sem gera þér kleift að vinna sem lausráðinn einstaklingur/sjálfstætt starfandi, það er að segja örfrumkvöðull. Með því verður þú svo þinn eigin yfirmaður, skipuleggur tímaáætlanir þínar eins og þú vilt, setur þér eigin starfsramma og umfram allt gefurðu þér hvert tækifæri til að gera verkefnið að farsælum rekstri. 
  5. Byrjaðu að blogga.
    Stóra trendið um þessar mundir, bloggin blómstra á netinu og eru að reynast kjörin leið fyrir marga. Þannig geturðu búið til vefsíðu, skilgreint markmiðin þín, fundið réttu leitarorðin og byggt upp viðskiptavinatryggð.
  6. Gefðu út rafbókina þína.
    Útgáfa rafbókar getur verið mjög arðbær til lengri tíma litið og getur fært þig einu skrefi á undan keppinautum þínum.
Fyrirtæki í mikilli eftirspurn Smella til að lesa

Það eru ansi mörg tækifæri til að stofna rafrænt fyrirtæki sem getur breyst í arðbært langtímastarf. Hér eru nokkrar hugmyndir að slíkum störfum án staðsetningar: 

  1. Byrjaðu að blogga. Þúsundir eða jafnvel hundruð þúsunda manna um allan heim búa til vandað efni um fjölbreytt málefni á hverjum degi og skapa með því umtalsverðar tekjur. 
  2. Grafísk hönnun. Það eina sem þarf er tölva sem er nógu öflug til að keyra hugbúnaðinn, sem er í boði, veita ímyndunarafli og áhuga. Grafískir hönnunarfræðingar eru mjög vel launaðir og geta unnið heiman frá sér.
  3. Vefhönnun. Fólk sem vinnur við vefhönnun er ótrúlega verðmætt fyrir öll fyrirtæki sem þurfa á vefi að halda, óháð starfssviði fyrirtækisins. 
  4. Netnámskeið. Ef þú hefur næga reynslu á sviði sem er áhugavert og hefur nytsamlega þekkingu til að deila með öðrum, þá eru tækifæri í að halda netnámskeið. 
  5. Instagram markaðssetning. Einstaklingur með reynslu af Instagram markaðssetningu getur verið grundvöllur mjög arðbærrar nútíma viðskiptahugmyndar. 
  6. Endursala á vörum í netverslunum (e. online stores). Hver sem er getur selt vörur á ýmsum vefsíðum. Þú þarft bara að finna verksmiðjur, annaðhvort innlendar eða erlendar, sem skapa hluti sem eru ekki mjög vinsælir en þú heldur að myndu slá í gegn þegar þeir kæmu á markaðinn. 
  7. Sýndaraðstoðarmaður (e. Virtual assistant) Margir sem vilja ekki ráða aðstoðarframkvæmdastjóra leita til slíkra viðskiptahugmynda til að finna fólk sem er tilbúið að aðstoða þá í daglegu lífi. Sýndaraðstoðarmaður hefur allt aðrar skyldur – allt frá því að bóka flugmiða, halda utan um tölvupóst, skjöl og svo framvegis. 
  8. Að skrifa ferilskrár. Slíkar viðskiptahugmyndir á netinu fjalla um gerð og ritun ferilskráa fyrir einstaklinga, fyrir einhverja peninga, að sjálfsögðu. 
Helstu atriði

Helstu atriðiSmella til að lesa

Stjórnun

Viðskiptastjórnun er nokkuð vítt svið sem tekur mið af heildarstjórnun og samræmingu á þeirri starfsemi sem fyrirtæki þróar og hefur með höndum.

Fjölmenningarleg stjórnun

Þróun hæfni í menningarlæsi er besta leiðin til að að aðlagast fjölmenningarlegu fyrirtæki/teymi á árangursríkan hátt.

Kostir teymisvinnu

Að tilheyra þéttu teymi þýðir að njóta framþróunar fyrirtækisins og samvinna og hæfni í hópvinnu er ein sú mikilvægasta hæfni sem litið er til við ráðningu.

Netfyrirtæki

Það getur verið arðbært að stofna rekstur á netinu með hliðsjón af þeirri reynslu sem við höfum öll öðlast í faraldrinum.

 

Verkefni! Lærið enn meira.

Færni í samvinnu getur breytt þér í farsælan starfsmann

Að styðja við menningarlega fjölbreytni á vinnustöðum

Arðbær fyrirtæki í netsölu


Hvað manstu!




Tengd hugtök:
  • Blogg:
    Íslenska orðið yfir webblog. Blogg er vefsíða sem er notuð fyrir eigin texta eða efni tengt eigin rekstri. Hún getur verið í formi greina eða pósta og hefur yfirleitt að geyma tiltekin málefni, s.s. íþróttir, ferðalög, skemmtanir, mat, upplýsingatækni o.s.frv.
  • Drop-shipping store:
    Um er að ræða verslun sem sendir vörur frá framleiðanda eða heildsala beint til viðskiptavinar.
  • Fjölmenningarleg stjórnun:
    Hún felst í því að skilja og stjórna með áhrif menningarlegrar fjölbreyti í huga, áhrif á skipulag, teymi og fyrirtæki til að hámarka árangur skipulagsheilda. Tilgangur hennar er að skapa umhverfi þar sem vitund og virðing er borin fyrir menningu hvers og eins.
  • Staðalmyndir:
    Þær eru oft ósanngjarnar og ósannar hugmyndir sem fólk gerir sér um alla í ákveðnum hóp eða mengi.
  • Vefsíða:
    Vefsíða er samsett af öllum síðum sama lénsins sem eru geymdar á vefþjóni. Hugtökin vefsíða og heimasíða eru notuð á víxl, þó þau hafi ekki alveg sömu merkinu.
  • Sjá öll hugtök

Ráðleggingar til kennara:

Mælt er með því að námið sé skoðað út frá sem hagnýtustu sjónarhorni, með það í huga að í markhópnum, sem það fjallar um, séu ungmenni á aldrinum 15 til 29 ára sem eru hvorki í námi né vinnu. 

Auk þess þurfa þeir að leggja sig fram um að reyna sitt besta við að fást við verklegar athafnir og afla sér góðrar þekkingar sem veitir þeim hvöt og kjark til að hefja vinnu eða nám sem fyrst. 

Í kennslustundum skal því vera stöðug virk endurgjöf þannig og nemendur séu þannig virkjaðir og taki virkan þátt í mótun námskeiðsins.

Allt efnið í glærunum er til gagns og hjálpar leiðbeinendum og er mælt með því að nota það.

Verkefni 1: Við þetta verkefni eflast samskiptahæfni nemendanna og sköpunargleði þeirra og víðsýni þegar kemur að því að taka við tillögum. Þegar um er að ræða pör og hópavinnu öðlast þau vilja til að deila með sérþekkingu sinni og treysta samstarfsfélögum sínum til að geta leyst verkefnin farsællega. 

Verkefni 2: Í þessu tilviki er áhersla lögð á fjölbreytni í menningu innan starfsteymisins og að samstarfsfólk hafi tækifæri til að njóta sín og treysta því að vinna með samstarfsfólki hvaðanæva úr heiminum. Þetta getur valdið streitu hjá þeim sem hafa ákveðnar skoðanir á ákveðnum menningarheimum og því ætti að tala varlega um málið ef þörf krefur. 

Verkefni 3: Lagt er til að velja hentugt netfyrirtæki í þessu verkefni og hvetja nemendur til þess að skoða hvernig væri að að koma því í framkvæmd í raunveruleikanum. Lögð er áhersla á að hvetja þá til að finna bestu lausnina fyrir raunverulegt rafrænt viðskiptaumhverfi sitt í framtíðinni.


Lykilorð

stjórnun, fjölmenningarleg samskipti, teymisvinna, viðskipti, símenntun


Heimildaskrá

Bryant, A. Key Elements of Effective Workplaces
https://www.youtube.com/watch?v=R78pvt9JFNY

Gordon, J. (2018). The Power of a positive team: Proven principles and Practices that Make Great Teams Great.
https://www.amazon.com/Power-Positive-Team-Principles-Practices/dp/1119430240

https://www.octanner.com

Mead, R. and Andrews, T.G. (2009). International Management: Culture and Beyond, Fourth Edition

Rogers, M.G. (2017). You Are the Team: 6 Simple Ways Teammates Can Go from Good to Great.
https://www.amazon.com/You-Are-Team-Simple-Teammates/dp/1546770852

Spencer-Oatey, H. & Franklin, P. (2009). Intercultural Interaction: A Multidisciplinary Approach to Intercultural Communication 



SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.