×
Sjálfsvitund, sjálfsgeta og gagnrýnin hugsun
Lýsing

Fólk stendur frammi fyrir mismunandi áskorunum og breytingum, bæði á heimsvísu og í nærsamfélögum. Til að takast á við þennan óreiðukennda og hraðskreiða veruleika þurfum við að trúa á okkur sjálf og á hæfileika okkar, jafnvel þá leyndu, og vera óhrædd við að gera mistök.


Eyðublað fyrir námskeiðsmat    |    Spila hljóð    |    Hlaða niður: /    |   
Hver er frumkvöðull?

SkilgreiningSmella til að lesa

Orðið frumkvöðull er samsett úr forskeytinu frum-, sem á við um það sem kemur fyrst, og orðinu kvöðull, sem á við um eitthvað sem hrindir af stað röð athafna eða afleiðinga.

Á ensku er talað um entrepreneur, orð sem fyrst var notað af franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say í kringum aldamótin 1800. Say sagði: „Frumkvöðullinn flytur efnahagsauðlindir úr umhverfi með lítilli framleiðni, yfir á svæði með meiri framleiðni og meiri afrakstur.” Í huga hans var frumkvöðullinn nánast göldróttur þegar kom að því að nýta auðlindir, frumkvöðullinn gat notað lítið fjármagn til að búa til nýstárlegar vörur.

Samkvæmt Richard Callington er frumkvöðull einhver sem ástundar það að leggja mat á hugsanleg viðskipti í ljósi óljósrar framtíðar. Peter Drucker lýsti frumkvöðlunum sem uppfinningafólki, sem reiðubúið væri að taka áhættu til að koma af stað nýju verkefni til að skilar meiri hagnaði.

Þessar lýsingar endurspegla eiginleika frumkvöðulsins, eins og áhættuvit, nýsköpun, forvitni… Við skulum skoða málið nánar!

Tíu eiginleikar og tilhneigingar í fari farsælla frumkvöðlaSmella til að lesa

Forvitni
Forvitni og fróðleiksfýsn frumkvöðla ýtir undir stöðuga  leit að nýjum  tækifærum.

Hópefli
Frábær frumkvöðull er meðvitaður um styrkleika sína og veikleika. Í stað þess að láta hugsanlega galla halda aftur af sér, byggja frumkvöðlar upp teymi sem býr yfir viðeigandi hæfileikum

Skipulagðar tilraunir
Stýrðar tilraunir eru nauðsynlegar fyrir frumkvöðlastarf. Frumkvöðull verður að gera athuganir til að ganga úr skugga um að tækifærin séu þess virði að eltast við.

Áhættuþol
Áhætta og frumkvöðlastarfsemi eru oft tengd. Frumkvöðull verður að taka áhættu þegar hann stofnar fyrirtæki, en einnig að gera varúðarráðstafanir til að draga úr þeirri áhættu. Til að uppskera ávöxt vinnu sinnar eru farsælir frumkvöðlar tilbúnir að taka á sig ákveðna áhættu, en viðleitni þeirra til að draga úr áhættu hefur sterka fylgni við áhættuþol.

Aðlögunarhæfni
Farsælir stjórnendur fyrirtækja verða að vera sveigjanlegir og geta aðlagast nýjum aðstæðum, til að halda starfseminni áfram þrátt fyrir ófyrirséðra þróun.

Að taka mistökum með hægð
Farsælir frumkvöðlar verða að sætta sig við mistök. Frekar en að láta ótta við að mistakast halda aftur af sér, eru þeir knúnir áfram af möguleikanum á árangri.

Ákveðni
Til að ná árangri þarf frumkvöðull að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær.

Þrautseigja
Þó að margir farsælir frumkvöðlar sætti sig við mistök þýðir það ekki að þeir gefist auðveldlega upp. Þeir líta frekar á mistök sem tækifæri til lærdóms og þróunar.

Langtíma- einbeiting
Jafnvel þótt fyrstu stig verkefnisins séu afgerandi fyrir velgengni þess, lýkur ferlinu ekki þegar fyrirtækinu hefur verið ýtt úr vör

Nýsköpun
Sumir frumkvöðlar eru skapand að eðlisfarii, en ekki allir. Sem betur fer er hægt að þróa eigin sköpun og auka skapandi nálgun. Með því að skerpa hæfni þína í stefnumótandi hugsun gerirðu þig betur í stakk búna/búinn til að þekkja nýja möguleika.

 

Við getum sagt að frumkvöðlastarfsemi sé í eðli sínu með mjög háan áhættustuðul. Forsenda áhættu er meðal fárra þátta sem aðgreina frumkvöðla frá stjórnendum.

Slík áhætta tengist heildaróvissu um árangur og arðsemi frumkvöðlaframtaksins. Áskorun frumkvöðla felst í því að takast á við slíka óvissu með hugrekki, aðferðum og gagnrýninni hugsun, til að draga úr áhættunni og mæta væntanlegum niðurstöðum.

Með frumkvöðlaviðhorfi er litið á erfiðleika sem frábær viðskiptatækifæri, sem bíða eftir að verða nýtt. Frumkvöðlar öðlast dýrmætan lærdóm af mistökum sem þeir geta notað til að breyta nýsköpunarstefnu sinni og endurstilla samkeppnisforskot sitt.

Þess vegna þurfum við að einbeita okkur að frumkvæði og frumkvöðlahugsun.

Frumkvæðisvitund, frumkvöðlahegðunSmella til að lesa

Næmni fyrir frumkvæði og frumkvöðlastarfi er hæfileikinn til að breyta hugmyndum í framkvæmd, með eftirfarandi færni að vopni: sköpunargáfu, nýsköpun, áhættutöku, skipulagningu og hæfni til að stjórna verkefnum. Frumkvæðis- og frumkvöðlavit vísar til getu einstaklings til að breyta hugmyndum í verk.

Þetta er grunnurinn að sérhæfðari færni og þekkingu sem krafist er af þeim sem koma á fót eða leggja sitt af mörkum til félagslegrar/viðskiptalegrar starfsemi. Frumkvæðis- og frumkvöðlavit hjálpar fólki bæði í daglegu lífi og á vinnustaðnum, meðvitund um samhengi vinnunnar og getuna til að grípa tækifærin. Þetta ætti að hvetja til góðra stjórnarhátta og auka siðferðilega meðvitund.

Frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði, bæði í einkalífi og atvinnulífi, eru einkenni frumkvöðlavits. Það felur einnig í sér drifkraft og einbeitingu til að ná markmiðum, bæði þeim persónulegu og þeim sem er deilt með öðrum.

Við leggjum til að eftirfarandi rammar frá leiðtogaráðinu (European Commission) séu athugaðir:
https://publications.jrc.ec.europa.eu/repository/handle/JRC109128
https://publications.jrc.ec.europa.eu/repository/handle/JRC120911

Sjálfsgeta

Hvað er Smella til að lesa

Hugtakið sjálfsgeta (e. self-efficacy) var lagt fram af sálfræðingnum Albert Bandura og vísar til eigin mats á því: „hversu vel man getur framkvæmt aðgerðir sem þarf til að takast á við væntanlegar aðstæður”.

 

  • Þessi sjálfsgeta hefur áhrif á mannlega hegðun á öllum samskipta (í vinnu, félagslífi, samböndum o.s.fr.v.). Orðið nær yfir heildarkerfi skoðana sem einstaklingur hefur og notar sem leiðarljós í breytingum á lífi sínu. Þess vegna er skynjunin á eigin getu einstaklings, sjálfsgetan, líklega áhrifamesta breytan þegar kemur að áhrifum á val einstaklingins og þær áskoranir sem hún/hann er tilbúin(n) að takast á við.
  • Þetta aðstæðubundna sjálfstraust er mjög gagnlegt fyrir rótgróna frumkvöðla (og upprennandi) vegna þess að það nærir hæfni þeirra til að vinna skilvirkt og hafa áhrif innan rekstrar-/viðskiptaumhverfis þeirra.
  • Heilbrigð sjálfsgeta hefur uppörvandi áhrif á hæfni frumkvöðla til að starfa af sjálfstrausti, skilvirkni og áhuga.
Hvers vegna það er mikilvægtSmella til að lesa

Sjálfsgeta frumkvöðla er notuð til að skilgreina trú einstaklings á eigin hæfileikum, og hefur afgerandi hlutverk í mótun frumkvöðlaáforma. Að þessu leyti má gera ráð fyrir að sjálfsgeta frumkvöðla sé í samræmi við frumkvöðlaáform hverju sinni.

Rannsóknir benda til þess að sterk tengsl séu á milli sjálfsgetu frumkvöðla og frammistöðu þess fyrirtækis sem frumkvöðullinn hefur stofnað. Almennt er viðurkennt að sjálfsgeta frumkvöðla (sem vísar til trúar einstaklings á getu hans til að sinna verkefnum og hlutverkum sem miða að árangri) gegnir mikilvægu hlutverki við að ákvarða hvort einstaklingar þrói með sér eigin frumkvöðla(starfs)feril eða sýni aðra frumkvöðlahegðun.

Fólk með sterka sjálfsgetu

  • Þróar dýpri áhuga á starfsemi sem það tekur þátt í
  • Sýnir sterkari skyldurækni þegar kemur að eigin hagsmunum og starfseminnar
  • Nær sér fljótt eftir áföll og vonbrigði
  • Lítur á krefjandi vandamál sem verkefni sem þarf að sigrast á

Fólk með veika sjálfsgetu

  • Forðast krefjandi verkefni
  • Heldur að erfið verkefni og aðstæður séu ofar getu þeirra
  • Einbeitir sér að persónulegum mistökum og neikvæðum niðurstöðum
  • Missir fljótt trúna á eigin hæfileikum

 

Sjálfsvitund

Hvað er Smella til að lesa

Sjálfsvitund virðist hafa orðið nýjasta tískuorð stjórnenda að undanförnu - og ekki að ástæðulausu.

Rannsóknir benda til þess að við sjáum sjálf okkur skýrar en áður, við erum öruggari og meira skapandi. Við tökum skynsamari ákvarðanir, byggjum upp sterkari tengsl og miðlum á skilvirkari hátt. Við erum ólíklegri til að ljúga, svindla og stela. Við erum betri starfsmenn sem fá fleiri stöðuhækkanir. Og við erum skilvirkari leiðtogar með ánægðara starfsfólki og arðbærari fyrirtæki.

Mikilvæg kenning á þessu sviði segir að sjálfsvitund sé það hugarástand sem gerir fólki kleift að bera saman og meta núverandi viðmið sín, við innri væntingar.

Sjálfsmeðvitaðir frumkvöðlar hegða sér af áreiðanleika, forystu og tilfinningalegri greind. Þeir móta sér og öðrum siðferðilega betra, sjálfbærara og meira skapandi vinnuumhverfi, og nýta þar djúpan skilning á siðferðilegum skyldum sínum, getu og sjálfsmynd hvers og eins.

Við tölum um tvær gerðir sjálfsvitundar:

Innri sjálfsvitund

Felur í sér hversu skýrt við sjáum okkar eigin gildi, ástríður, væntingar, viðbrögð (þar á meðal hugsanir, tilfinningar, hegðun, styrkleika og veikleika) og áhrif á aðra, og samhengi við umhverfið. Við höfum komist að því að innri sjálfsvitund tengist meiri starfs- og ánægju í samböndum, persónulegri og félagslegri stjórn og hamingju.

Ytri sjálfsvitund

It entails being aware of how others perceive us in light of the same aspects as those mentioned above.

Segir til um getu okkar til að skilja hvernig annað fólk lítur á okkur, með tilliti til sömu þátta sem taldir eru upp hér að ofan. Rannsóknir okkar sýna að fólk sem veit hvernig aðrir sjá það er hæfara í að sýna samúð og átta sig á sjónarhorni annarra. Starfsmenn hafa tilhneigingu til að hafa betra samband við þá leiðtoga sem líta á sjálfan sig eins og starfsmenn sína, eru ánægðari með þá og finnst þeir vera skilvirkari leiðtogar.

Fjórar erkitýpur ólíkrar sjálfsvitundar

Þetta yfirlit kortleggur samspil innri sjálfsvitundar (hversu vel fólk þekkir sjálft sig) og ytri sjálfsvitundar (hversu vel fólk skilur sýn annarra á því). Fólk getur verið:

Sjálfsgreinandi
Þeim er ljóst hver þau eru en ögra ekki eigin skoðunum eða leita að misfellum með því að fá viðbrögð frá öðrum. Þetta getur skaðað samband þeirra og takmarkað árangur þeirra.

Meðvitað
Þau vita hver þau eru, hverju þau vilja áorka og leita að, og kunna að meta skoðanir annarra. Það er á þessu stigi sem leiðtogar byrja að gera sér fulla grein fyrir raunverulegum ávinningi sjálfsvitundar.

Leitandi
Þau vita ekki enn hver þau eru, fyrir hvað þau standa eða í hvaða ljósi teymið þeirra sér þau. Þar af leiðandi gæti þeim fundist þau vera föst eða svekkt með frammistöðu sína og sambönd.

Meðvirkt
Meðvirka manneskjan getur verið svo einbeitt að því hvernig teymið sér hana, að hún gæti horft fram hjá því sem skiptir hana máli. Með tímanum hafa meðvirkir einstaklingar tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem ganga gegn þeirra gildum og velgengni.

 
Hvers vegna það er mikilvægtSmella til að lesa

“Sjálfsþekking er upphaf visku” Aristóteles

Nokkrir kostir sjálfsvitundar…

Ýtir undir samkennd

Sjálfsvitund getur hjálpað þér að verða samúðarfyllri gagnvart öðrum. Þú getur fengið betri skilning á sjónarhorni hins aðilans og sjálfsvitund mun einnig eiga þátt í að styrkja sambönd þín við annað fólk. Þegar þú ert meðvituð/aður um hluti og viðhorf í kringum þig, muntu geta skilið sjálfa(n) þig og aðra betur.

Eykur gagnrýna hugsun

Í sjálfsvitundarferli hefur þú tilhneigingu til að greina, skoða og meta oftar. Þetta gerir það að verkum að þú lítur hlutina á gagnrýninn hátt, frekar en að fylgja bara fyrstu tilfinningunni. Þess vegna getur sjálfsvitund hjálpað þér að þróa gagnrýna hugsun. Gagnrýninni hugsun er einnig hægt að beita á öðrum vettvangi en bara á sjálfa(n) þig.

Bætir ákvarðanatöku

Með sjálfsvitund öðlast þú dýpri skilning á sjálfri/um þér. Þú getur greint á milli þess sem er gott fyrir og hvað er slæmt. Þessi vitund hjálpar þér að greina aðstæður á kerfisbundinn hátt. Þú vegur auðveldlega kosti og galla, og það hjálpar til við að bæta hæfileika þína til ákvarðanatöku.

Styrkir sköpunargáfu

Að hafa skapandi hugsun getur gagnast þér á fleiri en einu sviði. Ef þú ert meðvituð/aður um sjálfa(n) þig muntu fljótt geta fundið skapandi lausnir á vandamáli. Þessi meðvitund um eigin veruhátt gerir þig athugulli og færi þig til að hugsa út fyrir kassann.

Þróar leiðtogahæfileika

Það er ljóst að ef þú býrð yfir sjálfsvitund muntu vera nokkuð skýrt þenkjandi. Leiðtogi ætti að vita hvernig á að leiða og sjálfsvitund veitir þér þá þekkingu.

 

Samantekt

SamantektSmella til að lesa

Frumkvæðis- og frumkvöðlavit

Frumkvæðis- og frumkvöðlavit vísar til hæfni einstaklings til að breyta hugmyndum í verk. Það felur í sér sköpunargáfu, nýsköpun og áhættusækni, svo og hæfni til að skipuleggja og stjórna verkefnum til að ná tilsettum markmiðum.

Sjálfsgeta

Sjálfsgeta vísar til trúar einstaklings á eigin getu til að framkvæma það sem nauðsynlegt er til að ná tilteknum frammistöðu, einskonar aðstæðubundið sjálfstraust.

Hvati

„Hvati“ er það sem fólk öðlast þegar það er hvatt til að efla löngun sína og vilja til að sinna skyldum sínum og vinna saman að sameiginlegum markmiðum fyrirtækis. Með öðrum orðum, það þýðir að örva, ýta undir eða glæða áhuga fólks til ákveðinna aðgerða, í átt að þeim árangri sem búist er við af því.

Sjálfsvitund

Sjálfsvitund er hæfnin til að skynja og skilja það sem gerir þig að þér, þar á meðal persónuleika þinn, gjörðir, gildi, skoðanir, tilfinningar og hugsanir. Í meginatriðum er það sálfræðilegt ástand þar sem sjálfið verður í brennidepli athyglinnar.

 

Verkefni! Lærið enn meira.

Vertu þinn eigin andlegi þjálfari

Persónuleg SVÓT greining


Hvað manstu!




Tengd hugtök:
  • Frumkvöðlastarf:
    Frumkvöðlastarf er starfsemi sem í eðli sínu hefur mjög háan áhættustuðul. Forsendan um áhættu í starfinu er meðal fárra þátta sem aðgreina frumkvöðla frá öðrum stjórnendum.
  • Frumkvæðis- og frumkvöðlavit:
    Frumkvæðis- og frumkvöðlavit vísar til hæfni einstaklings til að breyta hugmyndum í verk. Það felur í sér sköpunargáfu, nýsköpun og áhættusækni, svo og hæfni til að skipuleggja og stjórna verkefnum til að ná tilsettum markmiðum.
  • Hvati:
    „Hvati“ er það sem fólk öðlast þegar það er hvatt til að efla löngun sína og vilja til að sinna skyldum sínum og vinna saman að sameiginlegum markmiðum fyrirtækis. Með öðrum orðum, það þýðir að örva, ýta undir eða glæða áhuga fólks til ákveðinna aðgerða, í átt að þeim árangri sem búist er við af því.
  • Sjálfsgeta:
    Sjálfgeta vísar til trúar einstaklings á eigin getu til að framkvæma það sem nauðsynlegt er til að ná tilteknum frammistöðu, einskonar aðstæðubundið sjálfstraust.
  • Sjálfsvitund:
    Sjálfsvitund er hæfnin til að skynja og skilja það sem gerir þig að þér, þar á meðal persónuleika þinn, gjörðir, gildi, skoðanir, tilfinningar og hugsanir. Í meginatriðum er það sálfræðilegt ástand þar sem sjálfið verður í brennidepli athyglinnar.
  • Sjá öll hugtök

Ráðleggingar til kennara:

Í þessari námslotu, áður en farið er í að bera kennsl á og athuga hvað einkennir frumkvöðla, verða nemendur að reyna að ögra sjálfum sér í daglegum athöfnum sínum og samskiptum, bæði með kennslunni sem veitt er hér, og með þessu litla ráði.

Það er nauðsynlegt fyrir þau, sem námskeiði sitja, að öðlast góða þekkingu á öllu í kringum sig, spyrja sjálf sig spurninga, staldra við og hugsa án þess að vera of hrædd við að gera mistök, en reyna að taka frumkvæði og kraftmikla afstöðu á öllum sviðum lífsins.

Verkefni 1: Í þessu verkefni mun nemandinn reyna að læra af reynslu sinni. Hann/hún verður beðin(n) um að tilkynna óþægilegan þátt í lífi sínu sem hann/hún hefði getað tekist betur á við, og greina hann af meiri meðvitund og með aðstoð hugtakanna sem hann/hún lærði á þessu námskeiði.

Verkefni 2: Persónuleg SVÓT greining

 

Heimildir til viðbótar

https://www.imperial.ac.uk/education-research/evaluation/what-can-i-evaluate/self-efficacy/

https://www.researchgate.net/publication/263162945_Effects_of_Self-Efficacy_on_Students%27_Academic_Performance

https://trainingindustry.com/articles/leadership/the-importance-of-self-awareness-in-leadership/

https://www.youtube.com/watch?v=v1ojZKWfShQ


Lykilorð

Frumkvöðlar, áhættuvit, frumkvæði, sjálfsgeta, sjálfsvitund, hvatning


Heimildaskrá

YouTube, Increase your self-awareness with one simple fix, Tasha Eurich, https://www.youtube.com/watch?v=tGdsOXZpyWE



SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.