×
Mjúk færni
Lýsing

Rannsóknir hafa sýnt að þegar kemur að ráðningarviðmiðum á vinnumarkaði, er ekki nóg að búa að faglegri færni (sérfræðiþekkingu og tæknikunnáttu). Vinnuveitendur leita til þeirra sem hafa leiðtogahæfileika og samskiptahæfileika, eiginleikum sem byggja á svokölluðum mjúkum færniþáttum (Dixon, o.fl., 2010; Vasanthakumari, 2019). Það er í samspili faglegrar færni (e. hard skills) og mjúkrar færni (e. soft skills) sem við náum framförum. Í þessu þjálfunarnámskeiði eru helstu áhersluatriðin: valdefling, markmiðasetning og félagsfærni. Þessi þrjú mikilvægu mál munu skarast, þar sem þau tengjast náið og  hafa víxlverkandi áhrif hvert á annað.


Eyðublað fyrir námskeiðsmat    |    Spila hljóð    |    Hlaða niður: /    |   
Kynning: Mjúk færni

Byrjum á að skoða hugtakið!Smella til að lesa

  • Einnig hægt að tala um lífsleikni í þessu samhengi
  • Samblanda af samskipta- og félagsfærni
  • Mjúk færni (e. soft skills) gerir okkur kleift að eiga samskipti á áhrifaríkan og auðveldan hátt
  • Svokölluð hörð færni er lærð með formlegri þjálfun og menntun, en mjúk færni fæst með þátttöku í daglegu lífi, með persónulegri reynslu og ígrundun
Dæmi (EucA, 2014)Smella til að lesa

01

Skilvirk samskipti

04

Ákveðni/einurð

02

Innri hvati

05

Sveigjanleiki/aðlögunarhæfni

03

Skapandi hugsun

06

Lausnamiðun

 

Valdefling

Þrjár stoðir valdeflingarSmella til að lesa

Ávinningur af valdeflingu í verki (byggt á Shier, 2019)

   

Hæfni

 --> þekking, leikni og sjálfræði

Jákvætt hugarfar

 --> sjálfstraust, ákveðni/einurð, hugrekki

Hvetjandi umhverfi

 --> virðing, samvinna, góð forysta

 

SkilgreiningSmella til að lesa

Hugmyndin um valdeflingu er tvíþætt. Hún á bæði við um

  1. ferlið að öðlast völd yfir eigin lífi og frelsi til að fylgja löngunum sínum
  2. ferlið við að veita öðru fólki, eða hópi fólks, samskonar vald eða frelsi

 

Leiðin að valdeflinguSmella til að lesa

Hvað getur Þú gert til að öðlast valdeflingu?

 

                 
   

Treystu hæfileikum þínum og innsæi. Notaðu jákvætt sjálfstal. Vertu óhrædd(ur) við áskoranir.

     

Hugleiddu hvað þú vilt. Notaðu SMART líkanið við að setja markmið og fylgdu því eftir.

   

Bættu hæfni þína

Breyttu hugarfari þínu

Bættu aðstæður þínar

Raunhæf markmið

Ekki gefast upp

Kynntu þér samfélagið þitt og samfélagshópa þess. Vertu forvitin(n) og spurðu spurninga.

     

Samræmdu væntingar þínar við væntingar stjórnenda (kennari, yfirmaður, foreldrar). Komdu á hópvinnu.

     

KOMASHO!

                 
Markmiðasetning

SkilgreiningSmella til að lesa

Markmiðasetning

  • er ferlið við að finna út hvaða markmiði þú vilt ná, á gefa því ákveðin tímamörk
  • er stefna sem eykur framleiðni og frammistöðu
  • forðar þér frá óskhyggju
  • markmiðssetningarkenningar og aðferðir geta hjálpað þér að ná því markmiði sem þú hefur valið
SMART líkaniðSmella til að lesa

Fyrir markmiðasetningu

S M A R T

MARKMIÐIÐ ÞITT
…verður skýrara og auðveldara að ná með SMART verkfærinu

Skýrt Mælanlegt Aðlaðandi

Raunhæft

Tímasett
Hindranir á veginumSmella til að lesa

Hvað er til ráðs?

SMART líkanið gerir allt auðveldara!

En þið mætið líklega hindrunum...

Eru einhver tæki þarna úti til að hjálpa þér með það?

Já! IDEAL líkanið mun leiða þig í gegnum vandamálið.

 

IDEALSmella til að lesa

Líkan til úrlausnar ágreinings og vandamála

 

Identify - greina vandamálið
Hið raunverulega vandamál getur verið óljóst. Farið varlega í að benda á sökudólg.

Look back - líta yfir farinn veg og læra
Horfið til baka og lærið af þessu ferli! Öll reynsla er lærdómur.

 

Define - greina orsökina
Eftir að hafa fundið út hvert vandamálið er, skuluð þið komast að því hvað veldur því.

Action - grípa til aðgerða
Veljið aðgerð og prófið hana. Ef hún leysir ekki vandamálið, reynið þá næstu.

Explore - greina mögulegar aðgerðir
Hvaða lausnir eru mögulegar og hvaða aðgerðir getið þið (sem teymi) gripið til?

Félagsfærni

Úrlausn ágreiningsSmella til að lesa

Fyrir árangursríka úrlausn ágreinings þarftu að kunna allt þriggja eftirfarandi:

  • samskipti:
    • virka hlustun, ásamt skýrri og virðingarfullri tjáningu
  • samúð:
    • íhugaðu af alvöru tilfinningar annarra
  • ákveðni/einurð:
    • vertu trú(r) eigin tilfinningum og gildum

Vertu óhrædd(ur) við að skipta um skoðun og finna málamiðlanir.

Oooog mundu eftir IDEAL líkaninu!

Það kemur sér vel í mörgum aðstæðum.

SkilgreiningSmella til að lesa

  • Félagsfærni er færni sem við höfum tileinkað okkur í samskiptum við annað fólk og gerir okkur kleift að hafa samskipti á viðeigandi hátt, í mismunandi félagslegu samhengi.
  • Hún felur í sér ákveðni/einurð, vönduð samskipti, úrlausn ágreinings og hæfnina til að stjórna hegðun og tilfinningum.
KostirSmella til að lesa

Að hafa góða félagsfærni hefur óteljandi kosti fyrir þig og samfélag þitt!

Hér eru talin upp nokkur mikilvæg atriði. Með því að hlúa að félagslegri færni þinni:

  1. bætir þú samskipti þín og góð samskipti eru lykillinn að framförum.
  2. bætir þú tilfinningagreind þína.
  3. lætur þú fólki í kringum þig líða eins og á það sé hlustað, og auðveldar þannig teymisvinnu.
  4. Verður þú betri leiðtogi.
SamskiptiSmella til að lesa

Bein samskipti hafa reynst þýðingarmeiri en samskipti á netinu.

„Samveran“ gegnir mikilvægu hlutverki.

Líkamstjáningin, svipbrigði, hvernig talað er (rödd, hlé, mismunandi áherslur á orð) o.s.frv.

(Dupuis and Ramsey, 2011; O‘Day and Heimberg, 2021; Vasanthakumari, 2019)

 

Hæfni í samskiptum hefur tvær hliðar; hlustunarhæfni og sannfæringarhæfni.

Hæfni til hlustunar/eftirtektar:

1.Gefðu gaum að því sem sagt er
2.Komdu fram við ræðumanninn sem jafningja
3.Sýndu notalega og hvetjandi nærveru
4.Spurðu vandlega ígrundaðra spurninga
5.Takmarkaðu upplýsingagjöf
6.Gefðu jákvæð viðbrögð

Hæfni til að sannfæra:

1.Höfðaðu til skynsemi og tilfinninga áhorfenda þinna
2.Finndu viðeigandi stíl í tungumáli, myndefni og öðrum samskiptum (miðað við hverjir áhorfendur þínir eru, hvað þeir vita nú þegar, hvert samhengið er m.v. stað og tíma)
3.Þekktu kjarnahugmyndina og raðaðu upplýsingum upp á rökréttan hátt
4.Útskýrðu hugmyndir þínar
5.Notaðu samskiptaverkfæri, eins og augnsamband og myndlíkingar

(Barker, 2010)

Fjórar gerðir félagsfærni …sem þú getur tileinkað þér!Smella til að lesa

Samskipti

Tjáðu þig! Deildu þínum hugmyndum og skoðunum og sýna áhuga á því sem annað fólk segir.

Samkennd

Hlustaðu virkt, forðastu dómhörku. Sýndu skilning og samkennd í líkamstjáningu.

Ákveðni/einurð

Vertu hvorki óvirk(ur) né árásagjörn/gjarn. Tjáðu þig með af sjálfstrausti og virðingu.

Úrlausn vandamála

Vertu óhrædd(ur) við ágreining. Með samvinnu muntu finna lausn (mundu eftir IDEAL lausnalíkaninu)

SamkenndSmella til að lesa

Til að rækta samkenndarhæfni þína er gott að

  • huga að eigin tilfinningum og annarra
  • lesa bækur. Lestu sögur um fólk, bæði sannar sögur og skáldskap, þar sem þær gefa þér innsýn í tilfinningar og hugsanir söguhetjunnar
  • stíga út fyrir þægindarammann sinn
  • skoða eigin fordóma

Gefðu þér einnig tíma til að horfa á útskýringu Brené Browns um samkennd:
https://www.youtube.com/watch?v=1Evwgu369Jw

 

Ákveðni/einurðSmella til að lesa

Einurð krefst

  • sjálfsþekkingar: þekktu eigin tilfinningar og gildi
  • sjálfstrausts: trúðu á sjálfa(n) þig og segðu skoðanir þínar
  • þess að þú stjórnar tilfinningum þínum
  • þess að þú segir nei þegar það á við! En gerðu það af virðingu og með rökum
  • þess að þú notir fullyrðingar eins og: „Mér finnst að við ættum að...“ í stað „Við ættum...“ eða „Ég held að þetta sé...“ í stað „Þetta er...“

Virðing skiptir sköpum þegar kemur að einurð í samskiptaháttum.

Þú verður að virða þínar eigin skoðanir, en einnig sjónarmið hinna!

Samantekt

SamantektSmella til að lesa

Mjúk færni

Mjúk færni fæst með þátttöku í daglegu lífi, með persónulegri reynslu og ígrundun. Hún gerir samskipti auðveldari og skilvirkari.

Valdefling

Þú getur aukið eigin valdeflingu.

Það mun veita þér traust á eigin þekkingu og færni og frelsi til að velja þína eigin leið.

Markmiðasetning

Ferlið við að finna út hvað þú vilt og skipuleggja hvernig á að ná markmiðinu. Markmið þín verða skýrari og auðveldari að ná aðstoð með SMART líkansins og IDEAL líkansins.

Félagsfærni

Hæfni eins og; samskipti, samkennd, ákveðni og úrlausn ágreinings/vandamála. Hún gerir þér kleift að eiga góð samskipti á í mismunandi aðstæðum.

Verkefni! Lærið enn meira.

Færniþróun, tengslanet

Markmiðasetning og ræðumennska

Að leysa ágreining/vandamál í teymi


Hvað manstu!




Tengd hugtök:
  • Markmiðasetning:
    Taka ákvörðun um og skipuleggja hverju þú vilt ná.
  • Mjúk færni:
    Tegund af færni sem fæst í daglegu lífi, í gegnum persónulega reynslu og hugleiðingar. Sambland af færni í mannlegum samskiptum og félagsfærni, einnig kölluð lífsleikni (eða mannafærni).
  • Samskiptahæfileikar:
    Lærðir hæfileikar sem gera einstaklingi kleift að eiga í viðeigandi og farsælum samskiptum við aðra.
  • Valdefling:
    Að búa yfir valdi og frelsi til að fylgja löngunum þínum, ásamt því að miðla valdeflingu áfram.
  • Sjá öll hugtök

Ráðleggingar til kennara:

Í þessari námseiningu verða nemendur að umgangast hvern annan á mismunandi hátt, með frjálsu spjalli, ræðuæfingum og teymisvinnu, aðlaga hugarfar sitt þannig að þeir geti sinnt fyrirhuguðum verkefnum.

Mikilvægt er að nemendur reyni sitt besta til að taka þátt, finni hugrekki til að láta vaða og læri af hverju því sem verkefnin kunna að hafa í för með sér.

Verkefni 1: í þessu verkefni styrkist félagsfærni nemenda og sjálfsþekking þeirra þegar kemur að gildum og markmiðum í lífinu. Þar sem það felur í sér virka, augliti til auglits, tengslavinnu, mun félagslegt net þeirra stækka fyrir vikið.

Verkefni 2: sniðmát fyrir kosningaræðu fylgir með þessu verkefni, en það er ekki skylda að fara eftir því. Þetta verkefni getur verið streituvaldandi fyrir nemendur sem eru með félagsfælni.

Verkefni 3: Notkun IDEAL líkansins er skylda í þessu verkefni, því skal fylgt eftir. Tímastjórnun er mikilvæg með þessari teymisvinnu og lausn vandamála, því hún getur teygt sig yfir lengri tíma en úthlutað er.


Lykilorð

Mjúk færni, lífsleikni, samskipti, valdefling, markmiðasetning, félagsfærni


Heimildaskrá

American Psychological Association. (N.d.) Social Skills. APA Dictionary of Psychology (online). https://dictionary.apa.org/social-skills.

Barker,A. (2010). Improve your communication skills(2 nd end), London, Philadelphia

Cambridge University Press. (N.d.) Empowerment. Cambridge Dictionary (online). https://dictionary.cambridge.org/dictionary/english/empowerment.

Cambridge University Press. (N.d.) Goal setting. Cambridge Dictionary (online). https://dictionary.cambridge.org/dictionary/english/goal-setting.

Dixon, Jami; Belnap, Cody; Albrecht, Chad and Lee, Konrad. (2010). The Importance of Soft Skills. Corporate Finance Review; New York Vol. 14, Iss. 6,  (May/Jun 2010): 35-38.

Dupuis, E.C., & Ramsey, M.A. (2011). The Relation of Social Support to Depression in Massively Multiplayer Online Role-Playing Games. Journal of Applied Social Psychology, 41(10), 2479-2491.

McCarthy, Paul. (2018). Goal setting. In A. Mugford, & J. G. Cremades (Eds.), Sport, Exercise, and Performance Psychology: Theories and Applications (1st Edition ed.). Routledge .

O’Day, E. B., & Heimberg, R. G. (2021). Social media use, social anxiety, and loneliness: A systematic review. Computers in Human Behavior Reports, 3, 1-13. https://doi.org/10.1016/j.chbr.2021.100070

Shier, H. (2019). "Empowerment" of Children and Adolescents: What is it, how does it occur, and what is the adult supporter's role? Finding answers in the experience of young people organising with CESESMA in Nicaragua.

Steinberg, L.D. (2011). Adolescence. New York: McGraw-Hil.

Vasanthakumari, S. (2019). Soft skills and its application in work place. World. Journal of Advanced Research and Reviews, 3(2), 066-072.

Yin, Y., Wang, Y., and Lu, Y. (2019). Antecedents and outcomes of employee empowerment practices: A theoretical extension with empirical evidence.



SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.