×
Gróskuhugarfar
Lýsing

Skilgreining á gróskufari hugarfari er einföld. Í hnotskurn er það sú skoðun að öðlast megi betri færni og greind með því að leggja sig fram og vera þrautseigur. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar erfiðleikar steðja að, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra.


Eyðublað fyrir námskeiðsmat    |    Spila hljóð    |    Hlaða niður: /    |   
Hvað er gróskuhugarfar

Hvað er gróskuhugarfar? Smella til að lesa

Hugarfar er vanabundinn eða einkennandi hugsunarháttur sem ræður því hvernig þú túlkar og bregst við aðstæðum. Gróskuhugarfar eða vaxtarhugarfar (á ensku growth mindset) er sú skoðun að þú getir þroskað hæfileika þína og færni með því að leggja hart að þér, beita réttum aðferðum og með leiðsögn frá öðrum. 

Bandaríski sálfræðingurinn Carol Dweck, prófessor, tók upp hugtakið gróskuhugarfar í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success árið 2006. Í verkum sínum rannsakaði hún hvernig undirliggjandi trú einstaklings á vitsmuni sína og námshæfni gæti haft áhrif á frammistöðu hans. 

Rannsóknir hennar sýna að þeir sem telja sig geta þroskað hæfileika sína ná oft meiri árangri en þeir sem telja sig hafa meðfædda hæfileika og fastmótaða. Þeir sem hafa vaxtarhugarfar sjá tækifæri í stað hindrana og ákveða að ögra sjálfum sér til að læra meira í stað þess að halda sér innan þægindarammans. 

Eins og prófessor Dweck útskýrir: „ Gróskuhugarfar  byggir á þeirri trú að grunneiginleikar þínir séu það sem þú getur ræktað með sjálfum þér. Þó að fólk sé ólíkt á allan hátt—með hæfileika sína og hæfni, áhugamál eða skapgerð í upphafi—geta allir breytt og vaxið með því að beita sér og reynslu sinni“. 

 

Gróskuhugarfar eða fastmótað hugarfarSmella til að lesa

Andstæðan við  gróskuhugarfar er fastmótað hugarfar. Hið fyrrnefnda snýr að framförum og þroska til lengri tíma litið en fastmótað hugarfar er fyrst og fremst sú skoðun að hæfileikar séu meðfæddir og fastmótaðir frá fæðingu.

Þeir sem hafa fastmótað hugarfar trúa að hver og einn erfi eiginleika eins og gáfur, hæfileika og persónueinkenni. Þeir telja eiginleikar séu meðfæddir og telja að þeir verði þeir sömu alla ævi. 

Samkvæmt upphaflegum rannsóknum dr. Dweck eru meiri líkur á að þeir sem hafa fastmótað hugarfar leiti færis á að sýna styrkleika en að sjá veikleika sína. Hún heldur áfram og segir að slíkt geti haft hörmuleg áhrif. Fólk sem taki ekki áhættu geti misst af tækifærum til að læra og þroskast.

 

Leiðir til að hlúa að gróskuhugarfari

Hugmyndin um þjálfunSmella til að lesa

Grunnhugmynd um gróskuhugarfar er að nám sé ákveðið ferli og hvert augnablik sé tækifæri til að æfa sig og bæta sig. Framfarir eigi sér stað með tímanum og mikilvægt sé að gefa sér tíma. Margir vilja sjá framfarir án tafar, við viljum sjá fullkomnun, fyrsta flokks árangur, 100% árangur strax. Við föllum í þá gildru að segja: „Ég er ekki skapandi. Ég get ekki teiknað. Ég er ekki góð í vísindum.“ En það er ekki rétt! Þú hefur einfaldlega ekki æft þig nóg.

Á þeim stundum þegar illa gengur þá er annaðhvort ákveðið að halda áfram eða gefast upp. Þær ákvarðanir skipta máli varðandi hvað þú lærir. Ef unglingar (og fullorðnir líka!) geta lært að líta á mistök sem eitt skref í viðbót í átt að lærdómi þá getur það leitt til aukins vaxtar og þroska. Þegar þú áttar þig á þessu getur þú áorkað miklu meiru en þig grunaði! 

Breyttu því hvernig þú orðar hlutina!Smella til að lesa

Til að þroska með okkur gróskuhugarfar verðum við að breyta því hvernig við orðum hlutina. Þá getum við einbeitt okkur að því að taka framförum. Jafnvel viðbrögð fólks við velgengni geta breyst.

Sjáðu fyrir lítið barn kubba með Lego.

Þegar barnið lýkur verkinu getur maður sagt: „Frábært verk, þér tókst það! Flott!“ En til að hlúa að hugarfari vaxtarhugarfari  er betra að segja: „Vá! Þú reyndir fjórum sinnum að byggja húsið. Ég tók eftir því að þú gafst ekki upp. Þú hélst áfram að vinna þar til þér tókst það! Vel gert!“ 

Annað dæmi: Unglingur sem er að takast á við verkefni (sjáið fyrir ykkur einhver verkefni eða kunnáttu) tekst að leysa það. Í stað þess að hrósa eingöngu fyrir árangurinn skaltu vekja athygli á ferlinu. „ Frábær vinna! Ég sé að æfingin er í raun að skila sér! Hvað ætli gerist ef þú heldur áfram að æfa þig?“ 

Tíu leiðir til að þróa með sér gróskuhugarfar. Smella til að lesa

  1. Beina neikvæðum hugsunum í raun og veru aftur til valdeflandi hugsana. 
  2. Hugsaðu um mistök sem tækifæri til að læra.
  3. „Þetta er ekki vandamál, þetta er tækifæri. 
  4. Haltu áfram að læra og vaxa. 
  5. Viðurkenndu afrek þín. 
  6. Skiptu út dómhörku fyrir samúð. 
  7. Virði tilraunarinnar er meiri en virði niðurstöðunnar. 
  8. Taktu lítil skref. 
  9. Farðu út fyrir þægindarammann. 
  10. Hafa viðhorf sem segir „ég er ekki með lokatakmark“. 
Af hverju ungt fólk þarf á gróskuhugarfari að halda

Gagnsemi gróskuhugarfarsSmella til að lesa

Með  gróskuhugarfari ert þú líklegri til að einbeita þér að því að gera hluti sem eru erfiðir. Það þýðir að líkurnar á að þú leggir þig allan fram eru mun meiri en þegar þú hefur fastmótað hugarfar. Þannig nærð þú betri árangri ef þú hefur gróskuhugarfar. 

Breyttur heimur – þörf fyrir nýja hugsunSmella til að lesa

Þar sem tækni og viðskiptalíkön breytast ört er  gróskuhugarfar nauðsynlegt til starfsframa. Starfsmennt þurfa stöðugt að tileinka sér nýja tækni til að verða samkeppnishæfir í tæknimálum, þar með talið gervigreind. 

Frumkvöðlahæfni (e. entrepreneurial competencies)Smella til að lesa

Frumkvöðlahæfni er sú þekking, færni og viðhorf sem nýtist einstaklingi við stofnun fyrirtækis. Frumkvöðlahæfnin felur í sér hugarfar og verkkunnáttu til að greina tækifæri, skapandi lausnir, frumkvæði, tjá sig, ígrunda, aðlaga og viðhorf, svo sem forvitni, víðsýni, framtakssemi, sveigjanleika, staðfestu og seiglu. Sumir telja að frumkvöðlar séu fæddir frumkvöðlar en sterk rök hníga að því að slíka hæfni og hugarfar megi kenna. 

Í stuttu máli

Í stuttu máliSmella til að lesa

Með gróskuhugarfari er átt við að mæta áskorunum, að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika og bakslag, taka ábyrgð á orðum sínum og verkum og viðurkenna að það að leggja eitthvað á sig er leiðin að takmarkinu. Eða eins og sagt er „æfingin skapar meistarann“.

Þótt það geti verið gott fyrir alla að hafa gróskuhugarfar til að stuðla að framförum er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er enn á fyrstu stigum menntunar og starfs, að byggja upp venjur og viðhorf sem verða grundvöllur að framtíðinni.

Skilgreiningin á gróskuhugarfari er einföld. Í hnotskurn er það sú skoðun að bæta megi greind og færni með því að leggja sig fram og vera þrautseigur. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar erfiðleikar steðja að, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra.

 Að hafa gróskuhugarfar merkir að trúa því að nám sé ævilangt ferli, að velgengni sé ekki bara bundin við nám og að við getum alltaf lært eitthvað nýtt.

 

Verkefni! Lærið enn meira.

Hvað er gróskuhugarfar

Leiðir til að hlúa að gróskuhugarfari

Af hverju þarfnast ungt fólk gróskuhugarfars?


Hvað manstu!




Tengd hugtök:
  • Fastmótað hugarfar :
    Fólk með fastmótað hugarfar er líklegra til að trúa því að það sé ekki hægt að breyta hæfni sinni og greind, að það sé annað hvort gott í einhverju eða ekki. Það missir yfirleitt kjarkinn auðveldlega og gæti forðast að taka áhættu eða prófa nýja hluti því það er hrætt við að mistakast.
  • Gróskuhugarfar :
    „Gróskuhugarfar er sú trú að hægt sé að þroska persónueinkenni, svo sem vitsmunalega færni og fastmótað hugarfar er sú trú að þessir eiginleikar séu fastmótaðir og óbreytanlegir.“ ( Yeager & Dweck, 2020, bls. 1): „Gróskuhugarfar er sú trú að hæfileikar þínir og færni geti breyst. Á sama hátt og voldugar eikur vaxa af örsmáum akarnum geta hæfileikar okkar einnig vaxið.
  • Inngilding og efling einstaklingsins :
    Inngilding er kerfi til að tryggja að skipulagsheildir taki vel á móti hverjum einstaklingi á öllum stigum. Inngilding snýst um að finna það sem er samiginlegt þrátt fyrir fjölbreytni okkar og tileinka sér hugmyndir og hugsjónir einstakra einstaklinga. Leiðtogar með gróskuhugarfar hafa djúpa löngun til að gera það og leiða inngildingu og hlúa að einstaklingum.
  • Opinn hugur :
    Gróskuhugarfar krefst þess að leiðtogar séu meira meðvitaðir um einstakar þarfir og sjónarmið annarra. Vöxtur krefst meira en hagnaðar, hann krefst skýrs skilnings á mannauði. Í því felst að læra að þjóna sérþörfum einstaklingsins og/eða neytenda og sérþörfum starfsfólks.
  • Ræktaðu með þér þrautseigju :
    Tileinkaðu þér gróskuhugarfar og taktu þér síðan tíma til að þroska það og nýttu tímann vel. Þrautseigja og tækifæri munu koma. Þroskaðu með þér þrautseigju í leiðinni. Þú ert að þjálfa hugann og þitt eigið hugarfar.
  • Sjá öll hugtök

Ráðleggingar til kennara:

Með gróskuhugarfari er átt við að taka áskorunum, að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika, taka ábyrgð á orðum sínum og verkum og viðurkenna að viðleitnin er leiðin til að ná tökum á hlutunum. Æfingin skapar meistarann.

Verkefni 1:
Skilgreining á gróskuhugarfari er mun einfaldari en hún hljómar. Í hnotskurn er það sú skoðun að með því að erfiða og með þrautseigju sé hægt að auka hæfni og greind. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar á reynir, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra. Þegar verkefninu er lokið áttar nemandinn sig á því að það getur verið mjög gagnlegt að tileinka sér gróskuhugarfar. Það hjálpar fólki að ná aftur taki á vandamálum og hvetur það til að leggja sig fram um að bæta sig. Í stað þess að hugsa „ég get þetta ekki“ munu þau hugsa „ég get þetta ekki ennþá“.

Verkefni 2:
Það er til kínverskt orðatiltæki sem segir: „Vertu óhræddur við að vaxa hægt, vertu hræddur við að standa kyrr”. Nýtískulegri og gagnorðari hugtak gæti hljómað kunnuglegt - „ að hafa gróskuhugarfar“, hugtak sem bandaríski sálfræðingurinn Carol Dweck samdi árið 2006. Skilaboðin eru: Þeir sem líta á nám sem stöðugt umbótaferli setja sig í betri stöðu til að ná árangri til lengri tíma en þeir sem flýta sér og hafa fastmótaða hugmynd um greind, skynsemi, hæfileika eða lunderni. Þótt gróskuhugarfar geti verið hverjum manni til góðs er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er enn á fyrstu stigum náms og starfs, að byggja upp venjur og viðhorf sem verða grunnur að því sem fram undan er.

Verkefni 3:
Spurning 3: Þessi leit beinist að því að hafa jákvæð áhrif á hugarfar nemenda. Að hafa hugann við vöxt merkir að trúa því að nám sé ævilangt, að velgengni takmarkist ekki við nám og að við getum alltaf lært eitthvað nýtt. Þegar þú ert búin/n að ljúka verkefninu muntu skilja betur mikilvægi þess að hafa vaxtarhugarfar. Og síðast en ekki síst getur fólk gert ýmislegt til að byggja upp hugann og sinn eigin þroska. Aðalatriðið er að muna að þú ættir að einbeita þér að því að læra en ekki að ná árangri. Með öðrum orðum, einbeittu þér meira að ferlinu í stað þess að sjá árangurinn. 

Aukaefni
Mikilvægt er að taka til fyrirmyndar þá sem leggja sig fram við að þroska hugann sér til hagsbóta í bæði persónulega og í starfi.  Í stuttu máli er ávinningurinn þessi:

  • Eykur faglega þátttöku
  • Hvetur til nýsköpunar
  • Eykur og þrautseigju
  • Byggur upp getu til að taka ákvarðanir á jákvæðan hátt og sigrast á skynjuðum hindrunum.
  • Eykur skilning á að takast á við námsferli einstaklinga og efla þroska.
  • Þróun færni til að veita og þiggja endurgjöf með gróskuhugarfari á þann hátt sem hvetur til náms og þroska.
  • Að skilja hugarfar þitt og skilja hvernig á að losa um hindranir og finna nýja möguleika.
  • Að öðlast aukinn skilning á taugavísindunum og hvernig hægt er að efla námsgetu heilans og sjálfsstjórn
  • Að einbeita sér að lærdómsferlinu án þess að hafa áhyggjur af útkomunni.
  • Að trúa því að hægt sé að þroska hæfileika og getu með æfingum og viðleitni
  • Að leita að áskorunum sem gera þér kleift að vaxa.

Lykilorð

Frumkvöðlahugsun, jákvæða sálfræði, heimssýn; alþjóðavæðingu; stefnumótun; símenntun, fastmótað hugarfar


Heimildaskrá

SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.