Lýsing
Skilgreining á gróskufari hugarfari er einföld. Í hnotskurn er það sú skoðun að öðlast megi betri færni og greind með því að leggja sig fram og vera þrautseigur. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar erfiðleikar steðja að, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra.
Hvað manstu!
Tengd hugtök:
-
Fastmótað hugarfar :
Fólk með fastmótað hugarfar er líklegra til að trúa því að það sé ekki hægt að breyta hæfni sinni og greind, að það sé annað hvort gott í einhverju eða ekki. Það missir yfirleitt kjarkinn auðveldlega og gæti forðast að taka áhættu eða prófa nýja hluti því það er hrætt við að mistakast. -
Gróskuhugarfar :
„Gróskuhugarfar er sú trú að hægt sé að þroska persónueinkenni, svo sem vitsmunalega færni og fastmótað hugarfar er sú trú að þessir eiginleikar séu fastmótaðir og óbreytanlegir.“ ( Yeager & Dweck, 2020, bls. 1): „Gróskuhugarfar er sú trú að hæfileikar þínir og færni geti breyst. Á sama hátt og voldugar eikur vaxa af örsmáum akarnum geta hæfileikar okkar einnig vaxið. -
Inngilding og efling einstaklingsins :
Inngilding er kerfi til að tryggja að skipulagsheildir taki vel á móti hverjum einstaklingi á öllum stigum. Inngilding snýst um að finna það sem er samiginlegt þrátt fyrir fjölbreytni okkar og tileinka sér hugmyndir og hugsjónir einstakra einstaklinga. Leiðtogar með gróskuhugarfar hafa djúpa löngun til að gera það og leiða inngildingu og hlúa að einstaklingum. -
Opinn hugur :
Gróskuhugarfar krefst þess að leiðtogar séu meira meðvitaðir um einstakar þarfir og sjónarmið annarra. Vöxtur krefst meira en hagnaðar, hann krefst skýrs skilnings á mannauði. Í því felst að læra að þjóna sérþörfum einstaklingsins og/eða neytenda og sérþörfum starfsfólks. -
Ræktaðu með þér þrautseigju :
Tileinkaðu þér gróskuhugarfar og taktu þér síðan tíma til að þroska það og nýttu tímann vel. Þrautseigja og tækifæri munu koma. Þroskaðu með þér þrautseigju í leiðinni. Þú ert að þjálfa hugann og þitt eigið hugarfar. - Sjá öll hugtök
Ráðleggingar til kennara:
Með gróskuhugarfari er átt við að taka áskorunum, að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika, taka ábyrgð á orðum sínum og verkum og viðurkenna að viðleitnin er leiðin til að ná tökum á hlutunum. Æfingin skapar meistarann.
Verkefni 1:
Skilgreining á gróskuhugarfari er mun einfaldari en hún hljómar. Í hnotskurn er það sú skoðun að með því að erfiða og með þrautseigju sé hægt að auka hæfni og greind. Fólk með gróskuhugarfar tekst á við áskoranir, er þrautseigt þegar á reynir, lærir af uppbyggilegri gagnrýni og leitar innblásturs í velgengni annarra. Þegar verkefninu er lokið áttar nemandinn sig á því að það getur verið mjög gagnlegt að tileinka sér gróskuhugarfar. Það hjálpar fólki að ná aftur taki á vandamálum og hvetur það til að leggja sig fram um að bæta sig. Í stað þess að hugsa „ég get þetta ekki“ munu þau hugsa „ég get þetta ekki ennþá“.
Verkefni 2:
Það er til kínverskt orðatiltæki sem segir: „Vertu óhræddur við að vaxa hægt, vertu hræddur við að standa kyrr”. Nýtískulegri og gagnorðari hugtak gæti hljómað kunnuglegt - „ að hafa gróskuhugarfar“, hugtak sem bandaríski sálfræðingurinn Carol Dweck samdi árið 2006. Skilaboðin eru: Þeir sem líta á nám sem stöðugt umbótaferli setja sig í betri stöðu til að ná árangri til lengri tíma en þeir sem flýta sér og hafa fastmótaða hugmynd um greind, skynsemi, hæfileika eða lunderni. Þótt gróskuhugarfar geti verið hverjum manni til góðs er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er enn á fyrstu stigum náms og starfs, að byggja upp venjur og viðhorf sem verða grunnur að því sem fram undan er.
Verkefni 3:
Spurning 3: Þessi leit beinist að því að hafa jákvæð áhrif á hugarfar nemenda. Að hafa hugann við vöxt merkir að trúa því að nám sé ævilangt, að velgengni takmarkist ekki við nám og að við getum alltaf lært eitthvað nýtt. Þegar þú ert búin/n að ljúka verkefninu muntu skilja betur mikilvægi þess að hafa vaxtarhugarfar. Og síðast en ekki síst getur fólk gert ýmislegt til að byggja upp hugann og sinn eigin þroska. Aðalatriðið er að muna að þú ættir að einbeita þér að því að læra en ekki að ná árangri. Með öðrum orðum, einbeittu þér meira að ferlinu í stað þess að sjá árangurinn.
Aukaefni
Mikilvægt er að taka til fyrirmyndar þá sem leggja sig fram við að þroska hugann sér til hagsbóta í bæði persónulega og í starfi. Í stuttu máli er ávinningurinn þessi:
- Eykur faglega þátttöku
- Hvetur til nýsköpunar
- Eykur og þrautseigju
- Byggur upp getu til að taka ákvarðanir á jákvæðan hátt og sigrast á skynjuðum hindrunum.
- Eykur skilning á að takast á við námsferli einstaklinga og efla þroska.
- Þróun færni til að veita og þiggja endurgjöf með gróskuhugarfari á þann hátt sem hvetur til náms og þroska.
- Að skilja hugarfar þitt og skilja hvernig á að losa um hindranir og finna nýja möguleika.
- Að öðlast aukinn skilning á taugavísindunum og hvernig hægt er að efla námsgetu heilans og sjálfsstjórn
- Að einbeita sér að lærdómsferlinu án þess að hafa áhyggjur af útkomunni.
- Að trúa því að hægt sé að þroska hæfileika og getu með æfingum og viðleitni
- Að leita að áskorunum sem gera þér kleift að vaxa.
Lykilorð
Frumkvöðlahugsun, jákvæða sálfræði, heimssýn; alþjóðavæðingu; stefnumótun; símenntun, fastmótað hugarfar
Heimildaskrá
Yeager, D. S., & Dweck, C. S. (2020). What can be learned from growth mindset controversies? American Psychologist, 75(9), 1269–1284.
MindsetWorks | Growth Mindset | Growth Mindset Programs
-
Tengt fræðsluefni
- Mjúk færni
- Sjálfsvitund, trú á eigin getu og gagnrýnin hugsun
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.