Lýsing
Vissulega notarðu samfélagsmiðla í daglegu lífi þínu, eins og Twitter eða Instagram, en veistu nákvæmlega hvað samfélagsnet (e. social network) er? Í þessari kennslu muntu læra um samfélagsnet og læra að nota þau þér til hagsbóta, þ.e. til að bæta starfshæfni þína. Þú munt læra um þær tegundir samfélagsneta sem eru mest notuð í dag, og hvernig má beita þeim. Þú munt einnig kanna hina duldu hlið samfélagsneta og þá áhættu sem ber að forðast.
Hvað manstu!
Tengd hugtök:
-
Áhrifavaldur:
Einstaklingur sem er álitsgjafi á netinu, sem lætur í ljós skoðanir á einu efni eða margvíslegu, og hefur áhrif á fólk sem fylgist með, eða þekkja hann/hana. Nú á dögum eru áhrifavaldar ,,fræga fólk” internetsins og senda frá sér umfjallanir um efni eins og tísku, förðun, tölvuleiki, íþróttir og svo framvegis. -
Persónuvernd:
Allt sem tengist persónulegu lífi einstaklings, trúnaðarmál sem skal ekki deilt með öðrum nema með samþykki einstaklingsins. Friðhelgi einkalífsins er grundvallarréttur sem er lögfestur af Sameinuðu þjóðunum, Evrópuþinginu og lögum á landsvísu. -
Samfélagsmiðill:
Eða samfélagsnet. Hugtak sem vísar til samskipta á netheimum frá lokum 20. aldar. Það er stafrænn vettvangur sem gerir fólki og samfélögum kleift að tengjast og hafa samskipti sín á milli, auk þess að birta og deila margmiðlunarefni. Til dæmis Facebook eða Instagram. -
Samfélagsstjóri:
Staða innan fyrirtækis. Þessi aðili ber ábyrgð á viðveru fyrirtækisins á netinu, stjórnun og umsjón samfélagsmiðla, uppbyggingu netsamfélags, sköpun og birtingu margmiðlunarefnis og samskiptum við áhorfendur fyrirtækisins. -
Tengslanet:
Hugtak sem vísar til þess að byggja upp faglegt net fólks með innbyrðis tengda hagsmuni. Því stærra sem netið er, þeim mun meiri líkur eru á að finna vinnu eða viðskiptatækifæri. - Sjá öll hugtök
Ráðleggingar til kennara:
Mælt er með því að nálgast þessa námslotu á sem hagnýtastan hátt; í ljósi þess að markhópur verkefnisins er ungt fólk sem er hvorki í námi né vinnu, á aldrinum 15 til 29 ára um það bil, mun það sýna meiri áhuga á því sem þeim finnst gagnlegt og skemmtilegt.
Þess vegna, með tilliti til þess að flest þeirra munu nú þegar nota samfélagsmiðla daglega (Instagram, Twitter...), gæti verið áhrifaríkara að leggja áherslu á forvitni og hluti sem enn eru óþekktir fyrir þeim.
Auk þess munu dæmi um áhrifavaldar sem þau kunna að þekkja, vekja athygli þeirra og hjálpa þeim að skilja hvernig heimur samfélagsmiðla virkar. Kennslan ætti að vera kraftmikil og með stöðugri endurgjöf til að halda athygli og einbeitingu.
Verkefni 1: Þetta verkefni ætti að skoða frá sjónarhóli atvinnulauss einstaklings, sem vill nota LinkedIn til að fá vinnu. Mikilvægt er að einblína á nauðsyn þess að setja sig í spor vinnuveitenda sem kunna að skoða prófíl nemandans. Leggja skal áherslu á mikilvægi góðrar stafsetningar, að veita góðar og viðeigandi upplýsingar og sýna öðrum notendum virðingu.
Verkefni 2: Í þessu tilviki er áhersla lögð á frumkvöðlastarf, þó ekki megi heldur gleyma því að stjórnun samfélagsmiðla fyrirtækis getur verið hugsanlegt starf í fyrirtæki þriðja aðila. Þess vegna, þó að megináherslan sé á frumkvöðlastarf, þarf að nálgast verkefnið á tvíþættan hátt.
Lykilorð
Samfélagsmiðlar, starfshæfni, tengslanet, persónuvernd, neteinelti
Heimildaskrá
Álvarez, J. (2022). ¿Qué es Reddit y para qué le sirve a una startup? Actualización 2022. LinkedIn. https://es.linkedin.com/pulse/qu%C3%A9-es-reddit-y-para-le-sirve-una-startup-2022-juan-rodrigo-alvarez
Centribal. Los 5 principales delitos en redes sociales. Centribal. (https://centribal.com/es/5-principales-delitos-redes-sociales/
Consumo Responde. Recomendaciones sobre la utilización de las redes sociales. Junta de Andalucía. https://www.consumoresponde.es/art%C3%ADculos/recomendaciones_sobre_la_utilizacion_de_las_redes_sociales
Dean, B. (2022). Twitch Usage and Growth Statistics: How Many People Use Twitch in 2022? Backlinko. https://backlinko.com/twitch-users
Esparza, I. (2017). El uso personal de las Redes Sociales. Medium. https://medium.com/@ileanaesparza/el-uso-personal-de-las-redes-sociales-5bad7e5c01e3
Fernández, R. (2022). Redes sociales con mayor número de usuarios activos a nivel mundial en enero de 2022. Statista. https://es.statista.com/estadisticas/600712/ranking-mundial-de-redes-sociales-por-numero-de-usuarios/
Grupo Atico34. Peligros de las redes sociales para niños y adolescentes. Grupo Atico34. https://protecciondatos-lopd.com/empresas/peligros-redes-sociales/
Mayordomo, J. (2021). La lista definitiva de estadísticas de LinkedIn para 2022. Findstack. https://findstack.com/es/linkedin-statistics/
McLachlan, S. (2022). 23 Estadísticas de YouTube esenciales para este año. Blog Hootsuite. https://blog.hootsuite.com/es/estadisticas-de-youtube/
Rodríguez, M. J. (2022). El uso profesional de las redes sociales. Cursos Femxa. https://www.cursosfemxa.es/blog/uso-profesional-redes-sociales
Wynter, G. (2022). ¿Qué es un influencer? Definición, tipos y ejemplos. Blog HubSpot. https://blog.hubspot.es/marketing/marketing-influencers
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.