×
Stjórnun samfélagsmiðla
Lýsing

Vissulega notarðu samfélagsmiðla í daglegu lífi þínu, eins og Twitter eða Instagram, en veistu nákvæmlega hvað samfélagsnet (e. social network) er? Í þessari kennslu muntu læra um samfélagsnet og læra að nota þau þér til hagsbóta, þ.e. til að bæta starfshæfni þína. Þú munt læra um þær tegundir samfélagsneta sem eru mest notuð í dag, og hvernig má beita þeim. Þú munt einnig kanna hina duldu hlið samfélagsneta og þá áhættu sem ber að forðast.


Eyðublað fyrir námskeiðsmat    |    Spila hljóð    |    Hlaða niður: /    |   
Samfélagsmiðlar

Hvað eru samfélagsnet?Smella til að lesa

Hugtakið „félagslegt net“ hefur verið notað til að greina samskipti einstaklinga og hópa fólks og samfélaga, frá lokum 19. aldar. Árið 1990, með tilkomu internetsins, færðist hugmyndin um samfélagsnet yfir í sýndarheiminn. Árið 2004 kom Facebook fram, líklega þekktasta samfélagsnet heims (þú hefur kannski séð myndina The Social Network í leikstjórn David Fincher, sem segir sögu Mark Zuckerberg, upphafsmann Facebook), en jafnvel fyrir tilkomu Facebook, voru önnur samfélagsnet virk.
Gerðir samfélagsmiðlaSmella til að lesa

Samskiptamiðlar byggðir á samböndum

Þetta eru samfélagsnet sem miða að því að tengja fólk saman, eins og Facebook.

Afþreyingarsamfélagsmiðlar

Í þessari gerð er meginmarkmiðið að neyta stafræns efnis, eins og YouTube eða TikTok.

Sértækir samfélagsmiðlar

Þeir eru lagaðir að sérstökum markhóp, eins og TripAdvisor.

Faglegir samfélagsmiðlar

Þetta eru þeir sem hafa það að markmiði að skapa fagleg tengsl á milli notenda, eins og LinkedIn.

Þó er þessi flokkun ekki meitluð í stein mjög opin og sumir þessara flokka gætu skarast. Til dæmis tengir Instagram í dag saman milljónir einstaklinga og er jafnframt notað til að neyta afþreyingar í formi myndbanda og mynda.

Vinsælustu samfélagsnetinSmella til að lesa

Among the most popular social networks today, we can list the following:

Facebook. Ýtt úr vör árið 2004 með það að markmiði að tengja fólk til að deila upplýsingum, fréttum, myndböndum og myndum. Miðillinn hefur 2,9 milljarða virka notendur árið 2022.

YouTube. Stofnað árið 2005, það er samfélagsnet sérstaklega hugsað til að deila myndböndum, og þaðan kemur hið nýja starfsheiti „youtubers“. Meira en 2,5 milljarðar virkra notenda árið 2022.

Instagram. Því var hleypt af stokkunum árið 2010 og er aðallega notað til að deila myndböndum og myndum. 1,5 milljarðar virkra notenda árið 2022.

Twitter. Var komið á fót árið 2006 og er samfélagsnet fyrir örblogg, með stuttum „tístum“, að hámarki 280 stafir. Meira en 440 milljónir virkra notenda árið 2022.
LinkedIn. Faglegt samfélagsnet stofnað árið 2002, með 310 milljónir virka notendur mánaðarlega árið 2022.
TikTok. Var gefið út árið 2016 og er notað til að deila stuttum myndböndum, þar sem tónlist, klipping og brellur eru allsráðandi. Miðillinn hefur nú þegar 1 milljarð virkra notenda árið 2022.
Pinterest. Var stofnað árið 2010 og er vettvangur til að deila og uppgötva sjónrænt efni. Þessi miðill hefur 444 milljónir virkra notenda árið 2022.
Reddit. Var stofnsett árið 2005 sem frétta- og samfélagsbókamerkjasíða með eins konar undirsamfélögum, eða „subreddits“. Árið 2022 eru 430 milljónir virkra notenda mánaðarlega.
Twitch. Var hleypt af stokkunum árið 2011 og er ein stærsta streymisveita sem streymir beinum útsendingum. Veitan hefur meira en 140 milljónir virka notendur mánaðarlega árið 2022.
Notkun samfélagsmiðla á 21. öld

Persónuleg notkunSmella til að lesa

Nú til dags má segja að samfélagsneta sé fyrst og fremst til einkanota: þau gera þér kleift að fylgjast með nýjustu fréttum, kynnast nýju fólki, halda sambandi við fólk sem þú þekkir nú þegar (hvar sem er í heiminum), eiga gagnvirk samskipti við margs konar texta og skemmta þér yfir miklu magni af hljóð- og myndefni.

Samfélagsmiðlar eru skemmtilegir, opnir og breytilegir, en mundu að nota þá á ábyrgan hátt - ekki eyða deginum í að endurhlaða Instagram-síðunni þinni!

 

Fagleg notkunSmella til að lesa

Auk persónulegrar notkunar samfélagsneta er hægt að nota þau á faglegan hátt, hvort sem er til atvinnuleitar, faglegs tengslanets eða sem samfélagsnet fyrirtækja. Fyrir uppbyggingu tengslanets eru til samfélagsnet eins og LinkedIn, Xing eða Womenalia, en frá sjónarhóli fyrirtækis getur það verið til staðar á hvaða samfélagsneti sem er, með þær vörur eða þjónustu sýnilega sem eiga erindi til almennings, sem leið til að ná til nýrra og núverandi viðskiptavina.

Vegna uppgangs samfélagsmiðla hafa orðið til nýjar starfsstéttir eins og „samfélagsstjóri“ eða „samfélagsmiðlastjóri“ sem starfar við stjórnun og umsjón samfélagsneta fyrirtækja.

Samfélagsnet eru einnig dýrmæt uppspretta upplýsinga, sem gerir rannsakendum kleift að vinna úr viðeigandi gögnum fyrir félagsfræðilegar rannsóknir, sem snúa að félagslegri hegðun fólks, auk þess sem fyrirtækjum er sjálfum mögulegt að öðlast mikilvægar upplýsingar fyrir fyrirtæki sitt.

 

Social media as a job: influencersSmella til að lesa

You probably already know what an influencer is, but we will give you a formal definition: an "influencer" or opinion leader is a person who has made social media their job, because of their lifestyle, beliefs or values, and who has a considerable number of followers or subscribers. This is one of the new professions that did not exist until 20 years ago, and which joins others such as "youtuber" or "streamer", although these are also usually considered influencers.

However, this is not such an easy and wonderful profession as it may seem; not everyone is able to make a living at it, and it is also mentally exhausting as you expose your entire daily life and leave your privacy behind.

You may follow or know some of the following examples:

PewDiePie. This Swedish youtuber has been active since 2010 and already has more than 110 million subscribers, making him one of the oldest youtubers on the YouTube platform, and also one of the best known. He is mainly dedicated to the creation of entertainment videos and video games. In 2016 he was listed by Time magazine as one of the 100 most influential people in the world.

Chiara Ferragni. Italian influencer and entrepreneur who dedicates her content to fashion and lifestyle, she is also known worldwide, has almost 28 million followers on Instagram, and her blog "The Blonde Salad", active since 2009, registers thousands and thousands of visits every day.
Hin dulda hlið samfélagsmiðla

Áhættur samfélagsmiðlaSmella til að lesa

Þrátt fyrir að samfélagsnet geti haft margt gott í för með sér, má ekki gleyma því að þau hafa sínar skuggahliðar, þar sem leynast fjölmargar hættur, svo sem:

  • Takmörkuð persónuvernd. Mundu að allt sem þú hleður upp á internetið verður skráð að eilífu einhvers staðar, svo íhugaðu mikilvægi einkalífs þíns.
  • Samfélagsmiðlafíkn. Það er mikilvægt að setja sér mörk þegar þú notar samfélagsmiðla, því notkun þeirra getur leitt til alvarlegrar fíknar sem fjarlægir þig frá fólkinu í kringum þig.
  • Neteinelti. Alltaf þegar þú verður vitni að því að einhver leggur einhvern annan í einelti á netinu (og í raunveruleikanum) ættirðu að tilkynna það til yfirvalda svo að þau geti gripið til viðeigandi aðgerða.
  • Fjárkúgun. Vertu varkár með hvað þú birtir á samfélagsmiðlum til að forðast að verða fyrir fjárkúgun. Ef slíkt kemur fyrir þig skaltu tilkynna það til yfirvalda.
  • Falsfréttir. Ekki láta óáreiðanlegar fjölmiðlafréttir hafa áhrif á þig, reyndu alltaf að athuga hvort upplýsingarnar eru traustar.
  • Raunveruleikaskekkja. Stundum gefa samfélagsmiðlar ranga mynd af stöðugri hamingju annars fólks, sem er bæði óraunhæf og getur leitt til þess að sá raunveruleiki sem þú skynjar, sé skekktur.
Glæpir á samfélagsmiðlumSmella til að lesa

Þar sem hætturnar eru margar eru einnig brot á samfélagsnetum sem hvert land tekur til í löggjöf sinni, en sem almennt má draga saman á eftirfarandi hátt:

  • Vefveiðar eða eftirlíkingar (e. phishing and impersonation). Þegar þú gefur upp persónulegar upplýsingar á samfélags- netum getur fólk notað þær til að herma eftir þér eða einhverjum öðrum í þeim tilgangi að nálgast persónulegar upplýsingar um annað fólk. Til dæmis notar fólk tæknina til að ná í kynferðislegar myndir til að kúga fé frá viðkomandi.
  • Einelti og neteinelti. Þetta er glæpur sem er of algengur og sér stað þegar fólk tjáir óvægna gagnrýni eða meiðandi ummæli, hótar og viðheldur áframhaldandi áreitni. Hugsaðu alltaf um einstaklinginn á bak við skjáinn, þegar þú beinir athugasemdum að honum/henni. Viðkomandi gæti liðið andlegar þjáningar vegna þessa.
  • Ærumeiðingar og rógburður. Þetta brot varðar árásir á heiður og æru einstaklings eða fyrirtækis. Tjáningarfrelsið verður að vera takmörkunum háð, enda ekki hægt að nota það sem afsökun til að ráðast á aðra án afleiðinga.
RáðleggingarSmella til að lesa

  • Vertu á varðbergi gagnvart ókunnugum.
  • Ekki gefa upp persónulegar upplýsingar eins og heimilisfang eða símanúmer.
  • Hafðu reikningana þína aðeins sýnilega fólki sem þú þekkir með því að breyta persónuverndarstillingunum þínum.
  • Athugaðu reglur hvers samfélagsnets; oft eru reglur brotnar vegna vanþekkingar, til dæmis þegar kemur að lágmarksaldri til skráningar. Þekktu réttindi þín og skyldur.
  • Ekki birta of persónulegar myndir, eða myndir af öðru fólki án samþykkis þeirra.
  • Finndu út hvaða yfirvöld þú ættir að hafa samband við ef þú verður vitni að glæp á samfélagsmiðlum.
  • Tilkynntu móðgandi athæfi eða hugsanlega glæpi. Samfélagsnet hafa einnig möguleika á að loka fyrir reikninga ef þér finnst þú vera áreitt(ur) eða ráðist á þig á einhvern  hátt.
Samantekt

SamantektSmella til að lesa

Samfélagsmiðlar

Það má nota samfélagsmiðla í ýmsum tilgangi: til afþreyingar(Twitch, YouTube), samskipta (Facebook), faglegra tengsla (LinkedIn), leit að hótelum (TripAdvisor)...

Að nota samfélagsmiðla

Samfélagsnet geta verið til einkanota, til viðskiptanota í gegnum samfélagsstjóra sem stjórna þeim, og þau geta jafnvel orðið starfsvettvangur, eins og í tilfelli áhrifavalda.

Hin dulda hlið samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlar eiga sér skuggahlið, þar sem ýmsar hættur ber að forðast, eins og fíkn og skekkt veruleikasýn.

Varúðarráðstafanir og ráð

Þú ættir að athuga hverjar reglurnar eru innan hvers samfélagsnets, ekki birta of persónulegar upplýsingar og vertu vakandi fyrir netglæpum.

 

Verkefni! Lærið enn meira.

Að nota samfélagsmiðla til að fá vinnu

Stjórnun samfélagsmiðla fyrir stafræna fyrirtækið þitt


Hvað manstu!




Tengd hugtök:
  • Áhrifavaldur:
    Einstaklingur sem er álitsgjafi á netinu, sem lætur í ljós skoðanir á einu efni eða margvíslegu, og hefur áhrif á fólk sem fylgist með, eða þekkja hann/hana. Nú á dögum eru áhrifavaldar ,,fræga fólk” internetsins og senda frá sér umfjallanir um efni eins og tísku, förðun, tölvuleiki, íþróttir og svo framvegis.
  • Persónuvernd:
    Allt sem tengist persónulegu lífi einstaklings, trúnaðarmál sem skal ekki deilt með öðrum nema með samþykki einstaklingsins. Friðhelgi einkalífsins er grundvallarréttur sem er lögfestur af Sameinuðu þjóðunum, Evrópuþinginu og lögum á landsvísu.
  • Samfélagsmiðill:
    Eða samfélagsnet. Hugtak sem vísar til samskipta á netheimum frá lokum 20. aldar. Það er stafrænn vettvangur sem gerir fólki og samfélögum kleift að tengjast og hafa samskipti sín á milli, auk þess að birta og deila margmiðlunarefni. Til dæmis Facebook eða Instagram.
  • Samfélagsstjóri:
    Staða innan fyrirtækis. Þessi aðili ber ábyrgð á viðveru fyrirtækisins á netinu, stjórnun og umsjón samfélagsmiðla, uppbyggingu netsamfélags, sköpun og birtingu margmiðlunarefnis og samskiptum við áhorfendur fyrirtækisins.
  • Tengslanet:
    Hugtak sem vísar til þess að byggja upp faglegt net fólks með innbyrðis tengda hagsmuni. Því stærra sem netið er, þeim mun meiri líkur eru á að finna vinnu eða viðskiptatækifæri.
  • Sjá öll hugtök

Ráðleggingar til kennara:

Mælt er með því að nálgast þessa námslotu á sem hagnýtastan hátt; í ljósi þess að markhópur verkefnisins er ungt fólk sem er hvorki í námi né vinnu, á aldrinum 15 til 29 ára um það bil, mun það sýna meiri áhuga á því sem þeim finnst gagnlegt og skemmtilegt.

Þess vegna, með tilliti til þess að flest þeirra munu nú þegar nota samfélagsmiðla daglega (Instagram, Twitter...), gæti verið áhrifaríkara að leggja áherslu á forvitni og hluti sem enn eru óþekktir fyrir þeim.

Auk þess munu dæmi um áhrifavaldar sem þau kunna að þekkja, vekja athygli þeirra og hjálpa þeim að skilja hvernig heimur samfélagsmiðla virkar. Kennslan ætti að vera kraftmikil og með stöðugri endurgjöf til að halda athygli og einbeitingu.

Verkefni 1: Þetta verkefni ætti að skoða frá sjónarhóli atvinnulauss einstaklings, sem vill nota LinkedIn til að fá vinnu. Mikilvægt er að einblína á nauðsyn þess að setja sig í spor vinnuveitenda sem kunna að skoða prófíl nemandans. Leggja skal áherslu á mikilvægi góðrar stafsetningar, að veita góðar og viðeigandi upplýsingar og sýna öðrum notendum virðingu.

Verkefni 2: Í þessu tilviki er áhersla lögð á frumkvöðlastarf, þó ekki megi heldur gleyma því að stjórnun samfélagsmiðla fyrirtækis getur verið hugsanlegt starf í fyrirtæki þriðja aðila. Þess vegna, þó að megináherslan sé á frumkvöðlastarf, þarf að nálgast verkefnið á tvíþættan hátt.


Lykilorð

Samfélagsmiðlar, starfshæfni, tengslanet, persónuvernd, neteinelti


Heimildaskrá

Álvarez, J. (2022). ¿Qué es Reddit y para qué le sirve a una startup? Actualización 2022. LinkedIn. https://es.linkedin.com/pulse/qu%C3%A9-es-reddit-y-para-le-sirve-una-startup-2022-juan-rodrigo-alvarez

Centribal. Los 5 principales delitos en redes sociales. Centribal. (https://centribal.com/es/5-principales-delitos-redes-sociales/

Consumo Responde. Recomendaciones sobre la utilización de las redes sociales. Junta de Andalucía. https://www.consumoresponde.es/art%C3%ADculos/recomendaciones_sobre_la_utilizacion_de_las_redes_sociales

Dean, B. (2022). Twitch Usage and Growth Statistics: How Many People Use Twitch in 2022? Backlinko. https://backlinko.com/twitch-users

Esparza, I. (2017). El uso personal de las Redes Sociales. Medium. https://medium.com/@ileanaesparza/el-uso-personal-de-las-redes-sociales-5bad7e5c01e3

Fernández, R. (2022). Redes sociales con mayor número de usuarios activos a nivel mundial en enero de 2022. Statista. https://es.statista.com/estadisticas/600712/ranking-mundial-de-redes-sociales-por-numero-de-usuarios/

Grupo Atico34. Peligros de las redes sociales para niños y adolescentes. Grupo Atico34. https://protecciondatos-lopd.com/empresas/peligros-redes-sociales/

Mayordomo, J. (2021). La lista definitiva de estadísticas de LinkedIn para 2022. Findstack. https://findstack.com/es/linkedin-statistics/

McLachlan, S. (2022). 23 Estadísticas de YouTube esenciales para este año. Blog Hootsuite. https://blog.hootsuite.com/es/estadisticas-de-youtube/

Rodríguez, M. J. (2022). El uso profesional de las redes sociales. Cursos Femxa. https://www.cursosfemxa.es/blog/uso-profesional-redes-sociales

Wynter, G. (2022). ¿Qué es un influencer? Definición, tipos y ejemplos. Blog HubSpot. https://blog.hubspot.es/marketing/marketing-influencers



SAMSTARFSAÐILAR

Hafðu samband



2021-1-IS01-KA220-VET-000027983

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.


Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.