Lýsing
Undanfarin ár hefur stafrænt umhverfi teygt sig inn á öll svið daglegs lífs fólks. Þetta hefur leitt til nýrra viðskiptatækifæra sem tengjast stafrænu frumkvöðlastarfi, tækifæra sem þarf að grípa.
Hvað er stafrænt frumkvöðlastarf? SkilgreiningSmella til að lesa
Í stuttu máli er stafrænt frumkvöðlastarf stofnun fyrirtækis sem selur vörur eða þjónustu á netinu, án þess að þörf sé á líkamlegu rými til að þjóna viðskiptavinum.
Kostir og möguleikarSmella til að lesa
Í COVID-19 heimsfaraldrinum hefur þú líklega tekið eftir því hversu mörg fyrirtæki í kringum þig hafa valið að halda uppi starfsemi á netinu og hversu mörg önnur hafa horfið vegna þess að þau hafa ekki skipt yfir í stafrænt form. Við vitum núna að stafrænt umhverfi er framtíð stórs hluta fyrirtækja. En veist þú hverjir kostir stafræns frumkvöðlastarfs eru?
Fyrstu skref hins stafræna fyrirtækisSmella til að lesa
Að vera með starfsemi á netinu MerkiSmella til að lesa
Til að starfa á netinu þarftu fyrst merki, eða lógó, sem auðkennir fyrirtækið þitt og aðgreinir það frá hinum. Einkennin sem það ætti að hafa eru:
Þó það sé ekki auðvelt að búa til gott merki geturðu fundið hjálpleg verkfæri á borð við eftirfarandi, sem veita þér innblástur og hjálpa þér að finna út hvernig þú vilt að merkið þitt líti út:
VefseturSmella til að lesa
Vefsetur er nauðsynlegt svo viðskiptavinir geti fundið þig á netinu. Það mun skarta lógóinu þínu og hafa aðgengilega alla þætti sem varpa ljósi á vörumerkið þitt, svo og vörurnar og/eða þjónustuna sem þú býður, ásamt viðeigandi upplýsingum fyrir (mögulega) viðskiptavini þína. Vefsetur er samsett úr nokkrum vefsíðum.
Þess vegna er það fyrsta sem þú þarft að gera að skrá lénið, sem endar oft á .com, .edu eða .org. Dæmi um lén er projectspecial.eu. Staðurinn þar sem vefsetrið þitt verður staðsett er þjónninn; segjum að þetta sé þar sem vefsetrið þín mun vera. Þessi tegund þjónustu er kölluð „hýsing“ og henni er hægt að deila (vefsetrið þitt verður hýst með öðrum vefsetrum), hafa hana til sérnota (þjónn bara fyrir þig) eða í skýinu (þjónninn er ekki á áþreifanlegum stað). Til að búa til vefsetrið eru tvær leiðir: ráða faglega þjónustu forritunarfyrirtækis eða búa hana til með til þess gerðu verkfæri á netinu. Þessi tegund verkfæris gerir þér mögulegt að stjórna innihaldinu, svo sem WordPress (https://wordpress.com) eða Joomla (https://www.joomla.org).
Ein ábending að lokum! Það er best að byrja vefsetrið þína með https, þar sem það gefur til kynna að vefsíður þess séu með öruggar, bjóði áreiðanleika og trúnað allra gesta á síðunni. Til að gera þetta verður vefþjónninn þinn að hafa SSL vottorð (e. SSL certificate) sett upp í tölvubúnað. Til dæmis má sjá að heimasíða Special er: https://projectspecial.eu. SamfélagsmiðlarSmella til að lesa
Það er ekki skilyrði fyrir fyrirtæki þitt að vera á samfélagsmiðlum, en það er þó mjög mikilvægt ef þú stundar einhverskonar stafræn viðskipti. Fyrirtækjasnið á samfélagsnetum gerir þér kleift að mynda netsamfélag, tengjast viðskiptavinum þínum á nánari hátt, ásamt því að auglýsa vörur þínar og/eða þjónustu.
Stafræn markaðssetning Stafræn markaðstækniSmella til að lesa
Hvað er stafræn markaðssetning?Smella til að lesa
Markaðssetning nær yfir ýmsar aðferðir og stefnur sem miða að því að bæta markaðssetningu vöru eða þjónustu og fullnægja þörfum markmarkaðs. Þegar við tölum um stafræna markaðssetningu er átt við beitingu allra þeirra markaðsaðferða og stefna sem má notfæra sér innan stafrænna miðla, sem hefur rutt sér til rúms samhliða samfélagsnetum, þörfinni fyrir að hraðari þjónustu og nýrri tækni. Stafræn markaðssetning hefur þróast samfara internetinu:
Samantekt SamantektSmella til að lesa
|
||
Verkefni! Lærið enn meira. | ||
Áður en hafist er handa: SVÓT greining Að hanna stafræna markaðsáætlun |
Hvað manstu!
Tengd hugtök:
-
Blogg:
Sú gerð vefsíðna þar sem efni er birt reglulega í formi styttri eða lengri frásagna eða greina og hefur venjulega ákveðið þema (tískublogg, matur, íþróttir, ferðalög, upplýsingatækni osfrv.). Það getur verið persónulegs eðlis, eða notað sem stafrænt verkfæri fyrir fyrirtæki. -
HTTPS:
HTTPS samskiptareglur (HyperText Transfer Protocol Secure) gerir örugga tengingu og gagnaflutning milli netþjóns og vafra, mögulegan. -
Rafræn viðskipti:
Rafræn viðskipti eru kaup og sala á vörum eða þjónustu í gegnum netið, í gegnum rafrænan vettvang, samfélagsmiðla og aðrar vefsíður. -
SSL vottorð:
SSL (Secure Sockets Layer) vottorð er öryggissamskiptaregla sem gerir fólki kleift að flytja gögn á milli vafra og vefþjóns á öruggan og dulkóðaðan hátt. -
Vefsetur:
Vefsetur er samsett úr öllum vefsíðum sama léns, sem geymdar eru á netþjóni. Í daglegu tali er hugtakið vefsíða notað bæði yfir vefsetur og vefsíður, þó að fyrirbærin séu ekki nákvæmlega eins. - Sjá öll hugtök
Ráðleggingar til kennara:
Í þessari námslotu verða nemendur að setja sig í spor stafræns frumkvöðuls, aðlaga hugarfar sitt þannig að þeir geti sinnt fyrirhuguðum verkefnum.
Því er þörf á að þeir öðlist góða þekkingu á öllu sem við kemur stafrænu umhverfi fyrirtækis, allt frá því hvernig á að búa til vefsíðu, til stafrænnar markaðssetningar og hvernig á að búa til og þróa markaðsáætlun.
Verkefni 1: í þessu verkefni styrkist greiningarfærni nemenda og gefa þarf dæmi um veikleika, ógnir, styrkleika og tækifæri sem mun hjálpa þeim að koma auga á hugsanlegar breytur fyrir greiningu sína.
Verkefni 2: í þessu verkefni má notfæra sér sniðmát fyrir stafræna markaðsáætlun, en það er ekki skylda að fylgja því. Markaðsáætlun getur verið mismunandi, allt eftir eiginleikum og þörfum hvers fyrirtækis.
Lykilorð
Frumkvöðlastarfsemi, stafræn, rafræn viðskipti, markaðssetning, vefsetur, vefsíða
Heimildaskrá
Hotmart (2022). Digital Entrepreneurship: all you need to know to start an online business in 2022. Hotmart. https://hotmart.com/en/blog/digital-entrepreneurship
Sánchez, J. (2020). 5 ejemplos de posibles negocios digitales en tiempos de Covid-19. Pymes y Autónomos. https://www.pymesyautonomos.com/marketing-y-comercial/5-ejemplos-posibles-negocios-digitales-tiempos-covid-19
MBA Madrid (2019). En qué consiste el emprendimiento digital. Cámara de Comercio de Madrid. https://www.mba-madrid.com/empresas/emprendimiento-digital/
Mundo Bloggr. Ventajas y desventajas del emprendimiento digital. Mundo Bloggr. https://mundobloggr.com/emprendimiento-digital/ventajas-y-desventajas-del-emprendimiento-digital/
Calabuig, J. (2020). Los 10 primeros pasos para emprender un negocio digital con éxito. Quiero Tener Un Blog. https://quierotenerunblog.com/cuales-son-los-primeros-pasos-para-emprender-un-negocio-digital/
Ortiz, A. (2022). ¿Qué es el marketing digital o marketing online? Estrategias y herramientas. InboundCycle. https://www.inboundcycle.com/blog-de-inbound-marketing/que-es-el-marketing-digital-o-marketing-online
Llasera, J. P. (2020). 7 características para diseñar un buen logo hoy en día. Imborrable. https://imborrable.com/blog/7-caracteristicas-para-disenar-un-buen-logo-hoy/
De Souza, I. (2021). Cómo crear un sitio web: echa un vistazo al paso a paso para hacer el tuyo desde cero. Rock Content. https://rockcontent.com/es/blog/como-crear-un-sitio-web/
-
Tengt fræðsluefni
- Stjórnun
- Frumkvöðlafærni
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the SPECIAL project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.